Anastasia nýtur töluverðra vinsælda á Instagram þar sem hún er með 628 þúsund fylgjendur. Hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir en breytingarnar sem orðið hafa í andliti hennar vekja mesta athygli, eðli málsins samkvæmt.
Anastasia, sem er frá Kænugarði í Úkraínu, hefur látið setja fylliefni í andlitið auk þess að fara í brjóstastækkun og stækkun á rassinum, svokallað brazilian butt lift.
Í færslu á Instagram í vikunni deildi hún mynd af því hvernig hún leit út áður en hún ákvað að ráðast í umfangsmiklar breytingar á útliti sínu. Myndin sem um ræðir var tekin þegar hún var 26 ára.
Margir skrifuðu athugasemdir við færslu Anastasiu og veltu sumir fyrir sér af hverju hún hefði ráðist í þessar róttæku breytingar. „Þú varst mjög falleg.“ Annar sagði: „Þú varst mjög falleg en ef breytingarnar gera þig hamingjusama þá skaltu ekki hlusta á gagnrýnisraddir.“
Anastasia hefur fengið yfir sig talsverða gagnrýni vegna útlitsins og hafa nettröll látið hana heyra það. Hún hefur svarað fyrir sig og segist vera mun hamingjusamari í dag en áður.