fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að útlit hinnar 36 ára gömlu Anastasiu Pokreschchuk hafi tekið breytingum á síðastliðnum tíu árum. Raunar svo miklum að margir trúa því varla að um sömu konu sé að ræða.

Anastasia nýtur töluverðra vinsælda á Instagram þar sem hún er með 628 þúsund fylgjendur. Hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir en breytingarnar sem orðið hafa í andliti hennar vekja mesta athygli, eðli málsins samkvæmt.

Anastasia, sem er frá Kænugarði í Úkraínu, hefur látið setja fylliefni í andlitið auk þess að fara í brjóstastækkun og stækkun á rassinum, svokallað brazilian butt lift.

Í færslu á Instagram í vikunni deildi hún mynd af því hvernig hún leit út áður en hún ákvað að ráðast í umfangsmiklar breytingar á útliti sínu. Myndin sem um ræðir var tekin þegar hún var 26 ára.

Margir skrifuðu athugasemdir við færslu Anastasiu og veltu sumir fyrir sér af hverju hún hefði ráðist í þessar róttæku breytingar. „Þú varst mjög falleg.“ Annar sagði: „Þú varst mjög falleg en ef breytingarnar gera þig hamingjusama þá skaltu ekki hlusta á gagnrýnisraddir.“

Anastasia hefur fengið yfir sig talsverða gagnrýni vegna útlitsins og hafa nettröll látið hana heyra það. Hún hefur svarað fyrir sig og segist vera mun hamingjusamari í dag en áður.

Hér til vinstri er mynd af Anastasiu þegar hún var 26 ára.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“