Á sunnudagskvöldið var sýnt „The Roast of Tom Brady“ í beinu streymi á Netflix, þar sem Brady var grillaður af öðrum stjörnum.
Sjá einnig: Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“
Stjörnurnar létu Brady heyra það og var skotið nokkrum sinnum á hann varðandi skilnað hans og fyrirsætunnar Gisele Bündchen.
Erlendir miðlar greina frá því að fyrirsætunni líður eins og Brady hafi „enn og aftur“ valið ruðninginn fram yfir fjölskylduna. Á sínum tíma var sá orðrómur á kreiki að Gisele hafi gefið honum úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta í ruðningi eða hún myndi skilja við hann. Gisele þvertók fyrir að það væri satt og sagði að þessi kjaftasaga væri sú galnasta sem hún hafði heyrt.
Sjá einnig: Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Brady hló á sunnudagskvöldið að fjölmörgum brandörum um skilnaðinn og fyrrverandi eiginkonu sína.
Heimildarmaður Entertainment Tonight sagði að fyrirsætan væri „sár og í uppnámi“ og að henni hafi þótt „sumir brandararnir óviðeigandi og ruddalegir.“
Samkvæmt People var Gisele fyrir „miklum vonbrigðum vegna óábyrgra brandara um fjölskyldu þeirra.“
Heimildarmaður People sagði einnig að Netflix-þátturinn hafi haft mikil áhrif á börnin þeirra. Hjónin skildu árið 2022 eftir þrettán ára hjónaband, þau eiga soninn Benjamin, 14 ára, og dótturina Vivian, 11 ára.