fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Fókus
Miðvikudaginn 8. maí 2024 09:32

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Gisele Bündchen er sögð vera mjög ósátt við nýjasta útspil fyrrverandi eiginmanns hennar, NFL-stjörnunnar Tom Brady.

Á sunnudagskvöldið var sýnt „The Roast of Tom Brady“ í beinu streymi á Netflix, þar sem Brady var grillaður af öðrum stjörnum.

Sjá einnig: Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“

Stjörnurnar létu Brady heyra það og var skotið nokkrum sinnum á hann varðandi skilnað hans og fyrirsætunnar Gisele Bündchen.

Erlendir miðlar greina frá því að fyrirsætunni líður eins og Brady hafi „enn og aftur“ valið ruðninginn fram yfir fjölskylduna. Á sínum tíma var sá orðrómur á kreiki að Gisele hafi gefið honum úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta í ruðningi eða hún myndi skilja við hann. Gisele þvertók fyrir að það væri satt og sagði að þessi kjaftasaga væri sú galnasta sem hún hafði heyrt.

Sjá einnig: Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Brady hló á sunnudagskvöldið að fjölmörgum brandörum um skilnaðinn og fyrrverandi eiginkonu sína.

Heimildarmaður Entertainment Tonight sagði að fyrirsætan væri „sár og í uppnámi“ og að henni hafi þótt „sumir brandararnir óviðeigandi og ruddalegir.“

Samkvæmt People var Gisele fyrir „miklum vonbrigðum vegna óábyrgra brandara um fjölskyldu þeirra.“

Heimildarmaður People sagði einnig að Netflix-þátturinn hafi haft mikil áhrif á börnin þeirra. Hjónin skildu árið 2022 eftir þrettán ára hjónaband, þau eiga soninn Benjamin, 14 ára, og dótturina Vivian, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram