Sæmundur Bæringsson er eigandi BeFit Iceland. Hann er ekill Hrannar Sigurðardóttur, atvinnumanns í Ólympíufitness, sem stofnaði fatamerkið fyrir rúmlega áratug.
„BeFit hefur verið rekið í fimm ár í Mörkinni en var stofnað árið 2013 heima í bílskúr þegar Hrönn hannaði og saumaði fyrstu buxurnar með þessu hjartalaga sniði á rassinum og extra háum aðhaldsstreng sem sló svo rækilega í gegn og úr varð þetta fyrirtæki,“ segir hann.
Sæmundur segir að afmælishátíðin hafi heppnast mjög vel. „Verslunin var gjörsamlega stútfull frá opnun og fram að lokum og löng biðröð fyrir utan áður en við opnuðum,“ segir hann.
Sjáðu myndir frá viðburðinum hér að neðan.