fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Hvað gerir þú við vökvann ofan á jógúrtinu? – Sennilega mistök

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. maí 2024 19:30

Mörgu fólki finnst þetta ógeðslegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú opnað jógúrtdollu og séð vatn fljóta ofan á því? Líklegast hefur þú gert það og líklegast hefur þú sullað því niður í vaskinn. En það eru mistök.

Karan Rajan, læknir, kennari við Imperial háskólann í Bretlandi og áhrifavaldur, fjallar um þessi algengu mistök á TikTok síðu sinni.

Segir hann að flest fólk haldi að vökvinn sem safnast ofan á jógúrtinu sé þétting vatns. En það er ekki rétt.

Greinir Rajan frá því að í þessum vökva, þessum dularfulla polli, er fullt af næringarefnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Það besta sem sé hægt að gera er að blanda vökvanum aftur út í jógúrtina með skeið.

Skilur sig frá

En af hverju skilst þetta frá? Þegar jógúrt er búið til er hið fasta í mjólkinni, skyrið, aðskilið frá mysunni. En eitthvað verður eftir þegar jógúrt er blandað og efnin byrja að skilja sig aftur.

Rajan er læknir og kennari við Imperial háskólann. Mynd/Imperial

„Þeim mun lengur sem þú lætur jógúrtina þína óhreyfða þeim mun líklegra er að mysa byrji að skilja sig frá, fara upp á yfirborðið og mynda vatnskennda filmu,“ segir Rajan í myndbandinu.

Í þessum vökva séu til að mynda prótein, B12 vítamín, kalk, gerlar og ýmis steinefni. Rajan segist gera sér grein fyrir að það sé til fullt af fólki sem geti ekki hugsað sér að hræra þessu saman. Fyrir það fólk sé best að kaupa gríska jógúrt eða íslenskt skyr, sem er þykkara og rjómakenndara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“