fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa af Wales hafa um nóg að hugsa þessa daganna. Katrín er í fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð og Vilhjálmur hefur þurft að vera til taks fyrir föður sinn, Karl Bretakonung, sem einnig glímir við krabbamein. Prinsinn og prinsessan munu því ekki hafa neinn tíma til að grafa stríðsöxina við útskúfaða fjölskyldumeðliminn, Harry Bretaprins.

Harry heldur til Bretlands á næstu dögum til að heimsækja föður sinn. Þetta er fyrsta heimsóknin hans síðan rétt eftir að Karl greindist með meinið snemma á þessu ári. Undanfarnar vikur og mánuði hafa margir spáð því að bræðurnir grafi loks stríðsöxina í ljósi alvarlegra veikinda í fjölskyldunni. Raunin mun þó vera önnur.

Erlendir miðlar hafa ráðgað sig við konunglega heimildarmenn sem greina frá því að Vilhjálmur og Katrín eigi nóg með sitt. Það að Harry sé að mæta núna eftir alla þessa mánuði feli ekki í sér neina syndaaflausn.

Harry mun gista á hóteli í heimsókn sinni og hefur ekki verið boðið herbergi i neinum þeim fjölmörgu byggingum sem konungsfjölskyldan hefur til umráða. Einn heimildarmaður orðaði það svo að Vilhjálmur líti nú á yngri bróður sinn sem enn eina manneskjuna sem er tilbúinn að stinga fjölskylduna í bakið til að græða á sögunni. Bæði Vilhjálmur og Katrín séu enn reið og sár, enda enga afsökunarbeiðni fengið.

Harry kemur einn til Bretlands og skilur konu sína og börn eftir í Bandaríkjunum. Getgátur voru um að Karl konungur hefði sjálfur lítinn áhuga á að hitta yngri son sinn, en nú er þó talið að Karl langi til að brúa bilið milli sín og sonarins. Vilhjálmur setur ekki út á þær fyrirætlanir en þverneitar þó að ætla sjálfur að sættast við bróðurinn sem stakk hann í bakið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram