fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2024 15:29

Gunnar Dan Wiium.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill eftir Gunnar Dan Wiium, þáttastjórnanda Hampkastsins:

Aftan á te poka las ég eitt sinn að við værum andlegar verur eða vitund í mennskri reynslu. Mennskan er nefnilega allskonar, full af dökku og ljósu og við erum reið og glöð, hamingjusöm og full angistar. Kollectiv mennska er það líka, allskonar.

Hér sit ég í IKEA hægindastólnum mínum og drekk hafralatte úr svona snobb-bolla með bláum blómum meðan í öðrum löndum mennskan virðist föst í viðjum ofbeldis og kúgunar. Ég get ekkert gert að því að ég er hér en ekki þar, ég fæddist hér og galdurinn er að meta það og sinna verkefnunum af heiðarleika og auðmýkt.

En að te pokanum, andleg vitund, það er eins og um leið og ég reyni að ramma hugtakið í orð þá er ég byrjaður að ljúga því orðin í raun ljúga þó svo að tilgangurinn sé alltaf að reyna og þá í eins fáum orðum og mögulegt er. Málið er að í gær fór ég í jarðarför sem var átakanleg og óréttlát. Búin að fara í nokkrar svoleiðis á síðasta ári þar sem einmitt afleiður vissrar höfnunar verður svo skýr augum þeirra sem syrgja og upplifa missi.

Við erum svo mörg með ör allskonar áfalla í kerfum okkar og við leitum til yfirvalds í von um heilun. Við erum svo gjörn á að halda að efni lagar efni því boðefnaskortur er jú af hinu efnislega. “Læknir læknaðu sjálfan þig” kemur fram í einhverju guðspjalli en við sjáum þetta ekki, við sjáum nefnilega bara með augunum, fátt er krufið til mergjar og fyrir vikið hrynur botninn úr tunnunni hvað varðar sjálfbærni og þann heilunar-kraft sem vitundin raunverulega býr yfir. Við lítum svo á að læknir geti og þurfi að lækna okkur og að okkar eina ábyrgð sem einstaklingur í angist og þjáningu sé að leita til sérfræðinga, oft á það við en stór munur er á almennu heilbrigðiskerfi hins opinbera og hins opinbera almenna „geðheilbrigðiskerfi.“

Það er búið að sjúkdómsvæða þjáningu í stað þess að við erum hvött til að sjá hana fyrir það sem hún er, afleiðing einhvers, áfalla og þá ýmist einstaklingsbundna sem og sameiginlegra þjáningu sem lendir á okkur til úrvinnslu.

Geðlyfja framleiðendur græða á tá og fingri á lyfjum sem hafa sýnt sig aftur og aftur að ekki virka nema í einstaka tilfellum þar sem þau eru notuð til mjög skamms tíma og þá helst í formi smáskömmtunar en það er ekki mikill hagnaður í því fyrir framleiðendur. Það er engin business í að lækna fólk heldur er business í að halda fólki veiku og í fíkniástandi og því er logið að þeim og aðstandendum um að lausnin sé rétt handan við hornið, það þarf bara að finna rétta skammtinn og rétta lyfið en fljótunnið lyfjaþol er sjaldan ávarpað.

Allt er orðið business, meira að segja eitthvað sem byrjaði sem afeitrunar úrræði fyrir fíkla og alkóhólista er orðið að meðferðarúrræði þar sem viku afeitrunar tímabil er orðið að margra mánaða innlögn með heitri súpu og fyrirlestrum og jú, lyfjagjöfum. Tvöföld sjúkdómsgreining eins og alkóhólisti og með ADHD, alkhólisti og bipolar og alkóhólisti með kvíðaröskun. Allt geðraskanir sem samkvæmt greiningu eða “gefnum” forsendum krefjast lyfjunar ef einhver von um bata á að vera inn í myndinni.

Það er meira segja búið að sjúkdómsgreina ópíóðafíkn og það sem hið opinbera heilbrigðiskerfi er nú er bjóða upp á í þeim efnum er Suboxone og framvarðasveitin er SÁÁ sem eru dásömuð í fjölmiðlum sem einhver bráðnauðsynleg kraftaverka samtök áhugafólks þrátt fyrir handónýtan árangur þeirra.

Indivor er framleiðandi Suboxone og segir á heimasíðu þeirra og ég kvóta, „Opioid use disorder is a disease that can happen to any of us. It’s possible, recovery can happen to any of us too.“

Sem sagt recovery sem byggð er á viðhaldsmeðferð Suboxone sem er ávísað af læknum að stærstum hluta innan merðferðar kerfisins. Í hraðaútekt ríkisendurskoðunar er því haldið fram út frá gögnum sérfræðingana hjá SÁÁ að ópíóíða fíkilinn þurfa líklega að vera á Suboxone það sem eftir er ævinar til að meðhöndla fíkn sína, eða eina heldur viðhalda henni. En þetta verður ruglingslegt því okkur er kynnt að fráhvörf af ópíóðum sé það hættulegasta í heimi, þau eru kynnt þannig að viðkomandi geti nánast sprungið í loft upp við það eitt að stöðva neyslu þegar sannleikurinn er allt annar. Fráhvörf af ópíóðum er nefnilega alls ekki lífshættulegt ferli og sérstaklega ef afeitrunin er unnin undir eftirliti.

Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin og þá er ég ekki að tala um Insúlín, NRTIs eða Vermox. Það eru svo mörg nauðsynleg lyf þarna úti sem díla við líkamlega kvilla og sjúkdóma og læknavísindum skal hampað en ég er að tala um sársauka sem snýr að geð-óheilbrigði.

Það gleymist nefnilega að við vanrækjum ræktun andans því andinn er sökkull alls þess sem er efnislegt. Andinn er sökkull að líkamlegri heilsu, andinn ber uppi heilbrigða boðefna framleiðslu og andinn er lykill að heilbrigðum félagsþroska. Andinn stuðlar að samkennd, andinn klýfur okkur ekki í tvennt og skapar þessa tvíhyggjuhugsun sem svo drepur okkur, ég og þú, ég og þeir, þau.

Eftir þessa jarðarför í gær upplifði ég reiði og vanmátt, búin að vera þarna svo oft áður. Leitað er til geðlæknis og beðið er um niðurtröppun eftir þess vegna áratuga neyslu á geðlyfjum og geðlæknirinn nánast neitar nema að ný lyf séu tekin inn í staðin. Úrræði sem snúa að utanumhaldi, kærleik og tengslum eru ekki í boði.

Þessi einstaklingur sem jarðaður var í gær hefði þurft tafarlausa innlögn og niðurtröppun, hann hefði þurft að vera vaktaður, kældur niður og hitaður upp, snertur og honum hefði átt að verið leyft að gráta í viðurvist annarra. Hann hefði þurft að fá hjálp við að tjá sig og ávarpa sín áföll sem sátu í taugakerfinu en úrræðin voru engin nema í formi nýrra efna í stað þeirra sem höfðu í raun lokað öllum dyrum sem þeim í upphafi var ætlað að opna.

Niður við tjörn er stórt verk eftir Einar Jónsson. Þar hefur riddari stungið stóru sverði í höfuð drekans. Á meðan önnur höndin heldur um sverðið ber hann með hinni hátt uppi stóran skjöld sem skýlir honum gegn lævísum hala drekans sem gæti hoggið í hann í dauðateygjunum. Í fangi riddarans hvílir nakin kona sem er uppgefin, hún hefur kastað af sér möru lýginar eða álagahjúps sem hefur hulið hana. Þarna er lögmálið fyrir framan okkur en við sjáum ekki nema með augunum.

Riddarinn er efnishluti mennskunar sem snýr að viljastyrk og þrautseigju og sú nakta er sálin okkar, andinn sem verður að skína í gegn. Sameinuð mynda þau mennskuna, sundruð mynda þau ómennsku með allri þessari angist og þjáningu.

Gunnar Dan Wiium heldur úti hlaðvarpinu Hampkastið og birtir reglulega pistla á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“