fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Fókus
Miðvikudaginn 1. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að þjóðin fái nýjan forseta. Flestir hafa skoðun á því hvað einkenni góðan forseta og umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um hvers konar hegðun sé embættinu samboðin.

Þá er ekki úr vegi að horfa út fyrir landsteinanna og rifja upp þá tíma er Lyndon B. Johnson gegndi embætti forseta Bandaríkjanna. Hér verður ekki horft til embættisverka fyrrum forsetans. Þess í stað verður horft fyrir neðan beltisstað.

Hafið þið séð annað eins?

Heimildir herma að helsta stolt Johnson hafi verið getnaðarlimur hans. Limurinn þótti óvenjulega stór og byggði það mat ekki á getgátum heldur á frásögnum sjónarvotta.

Ekki þótti óvenjulegt að forsetinn létti af sér á almannafæri, en jafnvel þegar forsetinn notaði almenningsklósett þá lét hann tækifæri til að monta sig af karlmennsku sinni, framhjá sér fara. Ef aðrir voru staddir inni á salerninu lauk forsetinn sér af, sneri sér við á meðan hann hélt enn utan um liminn, sem hann kallaði Júmbó, og gargaði til viðstaddra: „Hafið þið nokkurn tímann séð eitthvað jafn stórt og þennan?“. Hann veifaði Júmbó til að leggja áherslu á mál sitt og gat svo saumlaust snúið sér að tali um fyrirhugaðar lagabreytingar á meðan hann stóð enn með girt niður um sig, þungvopnaður.

Johnson var hávaxinn maður, eða um 193 cm á hæð. Hann var mikill að vexti og nýtti sér stærð sína til að leggja áherslu á vald sitt. Þetta gerði hann með því að standa gjarnan nær fólki en eðlilegt getur talist.

Hann var líka þekktur fyrir að blóta eins og sjómaður, reita af sér dónabrandara og svo að sjálfsögðu að tala mikið og opinskátt um typpið á sér.

Hann lét sér ekki nægja að vippa Júmbó bara út við salernisskálar eða á tyllidögum. Viðmælendur hans gátu búist við því hvenær sem er. Fjöldi sagnfræðilegra heimilda er til um tilfelli þar sem hann frelsaði Júmbó úr buxum sínum, viðstöddum til mikillar furðu. Honum þótti gaman að halda um liminn, veifa þeim framan í viðstadda, og sýna þannig yfirburði sína.

Júmbó á ferð og flugi

Nafnið Júmbó fékk limurinn þegar Johnson var í menntaskóla. Sagan segir að hann hafi komið nakinn inn í herbergi sitt á heimavistinni eftir sturtu og sagt: „Ég þarf að taka Júmbó gamla og gefa honum smá æfingu. Hverri skildi ég ríða í kvöld?“. Eftir að hann fór á stefnumót er hann sagður hafa snúið aftur til félaga sinna þar sem hann montaði sig með því að segja að Júmbó hafi fengið almennilega æfingu það kvöldið.

Það er kannski ekki að furða að maður sem elskaði lim sinn svo mikið, að hann vildi fátt meira en að deila honum með heiminum, hafi verið konu sinni ótrúr. Honum var ekki sérstaklega vel við John F. Kennedy og mun hafa sagt að hann hafi sængað hjá fleiri konum óvart en Kennedy gerði viljandi.

Sagan segir eins að Johnson hafi verið gjarn á að bjóða aðstoðarfólki sínu að fækka klæðum og koma í sund án sundfata. Nýtti forsetinn færið og niðurlægði kynfæri aðstoðarmanna sinna sem hann sagði blikna í samanburði við Júmbó.

Júmbó til vandræða

Eitt sinn eins og svo oft áður hafi Johnson verið að pissa úti á bílastæði þegar ekki vildi betur til en að hann pissaði á buxnaskálm öryggisvarðar síns. Þegar honum var bent á þetta hélt hann ótrauður áfram og sagði: „Ég veit að ég er að því. Það er mitt mál.“.

Minnst ein heimild er fyrir því að Johnson hafi haft lítið umburðarlyndi fyrir andstæðingum Víetnamstríðsins. Hann hafi eitt sinn í samtali við blaðamenn sem vildu skýringar á hvers vegna barist væri í Víetnam, misst þolinmæðina alveg. Hann hafi þá rennt frá buxnaklaufinni, dregið upp Júmbó og svara: Þetta er ástæðan.

Þar sem Júmbó var eiginlega sýningargripur í augum forsetans lét hann gera yfirhalningu á pípulögnunum í Hvítahúsinu svo hann gæti haft sturtuhaus bara fyrir lim sinn. Þegar pípulagningarverkefnið rak sig á vegg mun hann hafa gargað: „Ef við getum flutt 10 þúsund hermenn á dag þá getið sko alveg gert baðherbergið eins og ég vil hafa það.

Sérmeðferð Júmbó afmarkaðist ekki bara við eyrnamerktan, eða lim-merktan, sturtuhaus. Allar buxur forsetans voru sér sniðnar til að gefa Júmbó nægilegt pláss. Upptökur eru til af samtali Johnson við klæðskera þar sem forsetinn óskar eftir því að buxur hans verði framvegis með dýpri vasa og að þær gefi betur eftir í mittinu. Hann sagði:

„Klofið, þarna sem eistun hanga – það er alltaf aðeins of þröngt. Svo þegar þú lagar þær, gefðu mér nokkra sentimetra í viðbót því þetta skerst alltaf í mig. Þetta er eins og ríða gaddavír.“

Þar hafið þið það. Næst þegar einhver fer að tala um hvers konar hegðun er embætti forseta samboðin, þá getið þið vísað til þess að enginn frambjóðandi sé þekktur fyrir að vippa út kynfærum sínum til að þagga niður í ágengum blaðamönnum.

Á ensku eru limir stundum kallaðir „Johnson“ og eru margir þeirrar trúar að nafngiftina megi rekja til forsetans fyrrverandi. Því miður er það ekki á rökum reist. Viðurnefnið hefur verið rakið allt aftur til ársins 1863 til breska slanguryrðisins John Thomas sem var annað nafn sem var notað yfir getnaðarlim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram