fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Fókus
Miðvikudaginn 1. maí 2024 09:29

Flo. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konan Flo þurfti að þola vatnspyntingar af hálfu þáverandi kærasta síns og þróaði með sér fóbíu fyrir sturtu í kjölfarið.

Fóbía eða afmörkuð fælni er algengasta kvíðaröskunin sem felur í sér mikinn, órökréttan ótta við ýmis fyrirbæri.

Flo heldur úti síðunum Florahsrecovery á samfélagsmiðlum og deilir bataferlinu og baráttunni við kerfið, en hennar fyrrverandi hefur aldrei þurft að sitja inni fyrir brotin gegn henni.

Hún á enn erfitt með að fara í sturtu en er hægt og rólega að reyna að vinna bug á hræðslunni.

@florahsrecoveryy Yay me 🥰 #fyp #trauma #waterboarding ♬ Gentle and warm background piano(1262846) – Noru

Flo slapp úr ofbeldissambandinu fyrir nokkrum árum en bataferlið hefur verið langt og strangt. Með því að gera þetta í skrefum er hún komin á þann stað að hún getur þrifið hárið sitt við baðkarsbrúnina án þess að endurupplifa áfallið (e. flashback).

„En markmiðið er að geta farið í almennilega sturtu,“ segir hún.

Ekki hrædd við vatn, bara sturtu

Fyrrverandi kærasti Flo var vanur að nota sturtuna til að pynta hana. Vatnspyntingar (e. water boarding) er pyntingaraðferð þar sem manneskja er bundin niður og handklæði sett yfir andlit viðkomandi og vatni hellt yfir sem veldur drukknunartilfinningu.

Flo er ekki hrædd við að fara í bað, bara sturtu. „Ég er ekki hrædd við vatn, ég er með fóbíu fyrir sturtu því það tengist því sem ég gekk í gegnum.“

Flo hefur unnið í batanum með aðstoð sálfræðinga og farið í mismunandi áfallameðferðir.

Í myndbandinu hér að neðan svarar hún alls konar spurningum netverja.

@florahsrecoveryy Most asked questions part 2 – you guys have one more video to get your questions in so i can pin it to the top so say now or forever hold your peace 😂 #fyp #trauma #waterboarding ♬ Gentle and warm background piano(1262846) – Noru

Fyrrverandi kærasti hennar og barnsfaðir hefur ekki verið dæmdur fyrir vatnspyntingarnar því þegar Flo kærði var brotið fyrnt.

En hún hefur lagt fram aðrar kærur gegn honum vegna nauðgana og áreitis. Það mál er enn í gangi í dag.

@florahsrecoveryy The final part. Please see part 1&2 for more answers pinned at the top. Any other questions please ask & ill either answer seperately or think of another creative way to answer it all. PS its hair dye. #fyp #trauma #waterboarding ♬ Gentle and warm background piano(1262846) – Noru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“