Vísindamenn í Þýskalandi ákváðu að verja tíma sínum í það vanþakkláta verkefni að rannsaka tengsl milli kitls og kynferðislegrar örvunnar. Þátttakendur í rannsókninni, sem fór fram í gegnum samfélagsmiðilinn X, voru rúmlega 700 talsins og eftir að hafa verið kitlaðir sögðust um 90% þeirra hafa upplifað einhverja kynferðislega örvun. Þá vakti það verulega athygli að einn af hverjum fjórum sagðist hafa fengið fullnægingu af kitlinu og var það óháð kynjum.
Þá voru sterk tengsl milli þeirra sem upplifðu mestu kynferðislegu spennuna og þeirra sem minntust þess með hlýju að vera kitlaðir sem börn.
Doktorsneminn Sarah Dagger sagði í samtali við PsyPost að niðurstöðurnar bentu til þess að róf kynferðislegrar örvunnar væri breiðara en áður.
Rannsóknin hefði hins vegar verulega takmarkanir í ljósi þess að þeir sem tóku þátt voru líklegir til þess að hafa þegar mikinn áhuga á að láta kitla sig. Frekari rannsókna væri því þörf til þess að kanna ánægju hins almenna borgara af kitli.