fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Margir upplifa kynferðislega örvun af kitli

Fókus
Sunnudaginn 28. apríl 2024 22:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Þýskalandi ákváðu að verja tíma sínum í það vanþakkláta verkefni að rannsaka tengsl milli kitls og kynferðislegrar örvunnar. Þátttakendur í rannsókninni, sem fór fram í gegnum samfélagsmiðilinn X,  voru rúmlega 700 talsins og eftir að hafa verið kitlaðir sögðust um 90% þeirra hafa upplifað einhverja kynferðislega örvun. Þá vakti það verulega athygli að einn af hverjum fjórum sagðist hafa fengið fullnægingu af kitlinu og var það óháð kynjum.

Þá voru sterk tengsl milli þeirra sem upplifðu mestu kynferðislegu spennuna og þeirra sem minntust þess með hlýju að vera kitlaðir sem börn.

Doktorsneminn Sarah Dagger sagði í samtali við PsyPost að niðurstöðurnar bentu til þess að róf kynferðislegrar örvunnar væri breiðara en áður.

Rannsóknin hefði hins vegar verulega takmarkanir í ljósi þess að þeir sem tóku þátt voru líklegir til þess að hafa þegar mikinn áhuga á að láta kitla sig. Frekari rannsókna væri því þörf til þess að kanna ánægju hins almenna borgara af kitli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram