fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

Fókus
Föstudaginn 26. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextugur lögfræðingur í Argentínu, Alejandra Rodriguez, hefur heldur betur hrist upp í hlutunum að undanförnu eftir að hafa verið krýnd Miss Universe Buenos Aires á miðvikudagskvöld.

Alejandra tryggði sér þar með þátttökurétt í landskeppninni sem haldin verður í maí næstkomandi en sigurvegurinn þar verður fulltrúi Argentínu í Miss Universe.

Alejandra hefði ekki getað tekið þátt nema fyrir reglugerðarbreytingu sem var innleidd ekki alls fyrir löngu. Áður urðu þátttakendur að vera einstæðir og barnlausir á aldrinum 18 til 28 ára. Í fyrra var þessu breytt þannig að einstaklingar á aldrinum 18 til 73 mega taka þátt í keppninni og hefur hjúskaparstaða eða barnalán engin áhrif.

R‘Bonney Gabriel, sem var krýnd Miss Universe árið 2022, er elsti sigurvegari keppninnar frá upphafi hennar en hún var 28 ára þegar hún vann.

Alejandra starfaði sem blaðakona á árum áður en fór svo í laganám og hefur starfað sem lögfræðingur síðan.

Alejandra er í flottu formi eins og meðfylgjandi myndir sýna og segist hún passa vel upp á mataræði sitt og stunda reglulega hreyfingu. Fer hún í ræktina þrisvar í viku, borðar einna helst lífrænan mat og mikið af ávöxtum og grænmeti. Þá fastar hún reglulega.

Sigur Alejandra á miðvikudagskvöld kom mörgum á óvart en þátttakendur í keppninni voru 35 talsins þar sem sú elsta var 73 ára. Miss Argentina-lokakeppnin verðir haldin þann 25. maí næstkomandi í Buenos Aires og segist Alejandra ekki geta beðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“