Alejandra tryggði sér þar með þátttökurétt í landskeppninni sem haldin verður í maí næstkomandi en sigurvegurinn þar verður fulltrúi Argentínu í Miss Universe.
Alejandra hefði ekki getað tekið þátt nema fyrir reglugerðarbreytingu sem var innleidd ekki alls fyrir löngu. Áður urðu þátttakendur að vera einstæðir og barnlausir á aldrinum 18 til 28 ára. Í fyrra var þessu breytt þannig að einstaklingar á aldrinum 18 til 73 mega taka þátt í keppninni og hefur hjúskaparstaða eða barnalán engin áhrif.
R‘Bonney Gabriel, sem var krýnd Miss Universe árið 2022, er elsti sigurvegari keppninnar frá upphafi hennar en hún var 28 ára þegar hún vann.
Alejandra starfaði sem blaðakona á árum áður en fór svo í laganám og hefur starfað sem lögfræðingur síðan.
Alejandra er í flottu formi eins og meðfylgjandi myndir sýna og segist hún passa vel upp á mataræði sitt og stunda reglulega hreyfingu. Fer hún í ræktina þrisvar í viku, borðar einna helst lífrænan mat og mikið af ávöxtum og grænmeti. Þá fastar hún reglulega.
Sigur Alejandra á miðvikudagskvöld kom mörgum á óvart en þátttakendur í keppninni voru 35 talsins þar sem sú elsta var 73 ára. Miss Argentina-lokakeppnin verðir haldin þann 25. maí næstkomandi í Buenos Aires og segist Alejandra ekki geta beðið.