fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistar- og kvikmyndagerðakonan Alda Ægisdóttir vann til verðlauna á Sprettfisknum, stuttmyndakeppni Stockfish, annað árið í röð. Stuttmyndin „Sálufélagar“ hlaut titilinn Tilraunaverk ársins, en árið 2023 hlaut Alda sömu viðurkenningu fyrir „Söguna af bláu stúlkunni.“

Alda er 24 ára og mun útskrifast í vor með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. „Með verkum mínum skapa ég litríka ævintýraveröld úr efnum eins og textíl, leir, pappamassa, vír, og fleiru. Árið 2022, á fyrsta árinu mínu í Listaháskólanum, fór ég að nota „stop-motion“-miðilinn til að lífga við veröld skúlptúra minna. Nú hef ég búið til tvær „stop-motion“-stuttmyndir, Söguna af bláu stúlkunni og Sálufélaga,“ segir Alda.

Skjáskot úr Sálufélagar.

Dómnefnd Sprettfisksins segir um Sálufélaga, sem vann í ár:

„Sálufélagar dró okkur inn í heim sem að okkur fannst bæði frumstæður og undarlega kunnuglegur. Við vorum umvafin dásamlegu sjónarspili lita og „lífrænna“ formgerða, heilluð af verunum sem að við hittum fyrir og gáttuð á nánum samskiptum lífsformanna.

Við mættum okkar eigin tilfinningum varðandi sálufélaga, bæði fornum og samtímalegu konsepti og okkur fannst skapandinn framkvæma það sem við ætlumst til af tilrauna-fólki okkar og ná að fullgera eitthvað á brún hengiflugsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“