fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistar- og kvikmyndagerðakonan Alda Ægisdóttir vann til verðlauna á Sprettfisknum, stuttmyndakeppni Stockfish, annað árið í röð. Stuttmyndin „Sálufélagar“ hlaut titilinn Tilraunaverk ársins, en árið 2023 hlaut Alda sömu viðurkenningu fyrir „Söguna af bláu stúlkunni.“

Alda er 24 ára og mun útskrifast í vor með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. „Með verkum mínum skapa ég litríka ævintýraveröld úr efnum eins og textíl, leir, pappamassa, vír, og fleiru. Árið 2022, á fyrsta árinu mínu í Listaháskólanum, fór ég að nota „stop-motion“-miðilinn til að lífga við veröld skúlptúra minna. Nú hef ég búið til tvær „stop-motion“-stuttmyndir, Söguna af bláu stúlkunni og Sálufélaga,“ segir Alda.

Skjáskot úr Sálufélagar.

Dómnefnd Sprettfisksins segir um Sálufélaga, sem vann í ár:

„Sálufélagar dró okkur inn í heim sem að okkur fannst bæði frumstæður og undarlega kunnuglegur. Við vorum umvafin dásamlegu sjónarspili lita og „lífrænna“ formgerða, heilluð af verunum sem að við hittum fyrir og gáttuð á nánum samskiptum lífsformanna.

Við mættum okkar eigin tilfinningum varðandi sálufélaga, bæði fornum og samtímalegu konsepti og okkur fannst skapandinn framkvæma það sem við ætlumst til af tilrauna-fólki okkar og ná að fullgera eitthvað á brún hengiflugsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“