Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er tilbúin að leggja ýmislegt á sig fyrir góða mynd.
Hún var nýlega í fríi á Turks- og Caicoseyjum og birti nokkrar myndir af sér í sjónum. Ein af myndunum hefur vakið mikla athygli, sérð þú af hverju?
Á myndinni má sjá raunveruleikastjörnuna dýfa sér ofan í mjög grunnt vatn. Sjórinn rétt nær henni upp að hnjám og eins og flestir vita þá er hreinlega hættulegt að dýfa sér ofan í svona grunnt vatn. Hún virðist allavega ekki hafa slasað sig en mörgum aðdáendum hennar þótti þetta sprenghlægilegt.
Fjöldi netverja hafa skrifað við myndina. Sumir hafa áhyggjur af því að raunveruleikastjarnan hafi meitt sig við dýfuna, á meðan aðrir hafa gert linnulaust grín að stjörnunni.