fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. mars síðastliðinn opinberaði Meghan Markle nafn nýs lífstílsmerkis hennar American Riviera Orchard með myndbandi á Instagram. Vörumerkið mun ná yfir fjölbreytt vöruúrval: hnífapör, matreiðslubækur og rafrænar matreiðslubækur, kaffi, sultuhlaup, smjör og fleira. Það nær einnig til verslunar þar sem til sölu verður borðbúnaður, sultur, dúkar og matreiðslubækur. Vörumerkið mun einbeita sér að heimilinu, garðinum, mat og almennum lífsstílsvörum.

Í vikunni sendi Markle síðan frá sér fyrstu vöruna og það ekki flókna, jarðarberjasultu. Varan fór þó ekki í verslanir heldur útbjó hún 50 krukkur og númeraði þær frá 1 til 50 og sendi til 50 vina sinna. Svo virðist þó sem fyrsta varan og markaðssetning hennar, svokallað soft launch hafi floppað algjörlega og gera gárungarnir góðlátlegt grín að Markle.

Í gær sagði Nick Ede vörumerkjasérfræðingur að Markle hefði líklega gert sultuna sjálf og gefið vinum sínum hana sem „persónulega gjöf„ með því markmiði að vekja athygli á nýja lífstílsmerkinu. Formlega kynning á vörumerki hennar American Riviera Orchard (ARO) er fyrirhuguð síðar í vor með ýmsum hlutum.

Ede telur að stefna Markle sé „að leggja áherslu á vörumerkið frekar en Meghan“ þar sem hún reynir að fá fólk til að „kaupa inn í ARO lífsstílinn ekki bara sitt eigið persónulega vörumerki“. Ede segir að skortur á upplýsingum um sultu Meghan og engin leið til að kaupa hana enn sem komið er „gæti þó verið pirrandi fyrir hugsanlega kaupendur og aðdáendur sem vilja vita meira“. Að búa til einstakar númeraðar sultukrukkur sem sendar voru til valins  hóps áhrifamikils fólks er nákvæmlega það sem ég hélt að Meghan myndi gera,“ segir Ede.

„Það er ekki vitað hversu mikið sultan mun kosta og hvort hún fari jafnvel í fjöldaframleiðslu en sem leið til að vekja áhuga er það líka að undirstrika vörumerkið frekar en Meghan, sem verður stefna hennar. Hugmyndin um að hún hafi aðeins sent það til 50 manns sýnir að birgðir eru takmarkaðar og skapar eftirspurn og áhuga. Sem kynning er hún lágstemmd en í samræmi við nýja mýkri, heimilislega nálgun þeirra hjóna á orðstírsstöðu þeirra og lífsstíl.  Að senda vöruna sína til áhrifamanna er frábær leið til að koma vörumerkinu á framfæri. Það gerir Meghan kleift að skapa umtal á samfélagsmiðlum og einnig fyrir aðdáendur að sjá innsýn í lífsstíl fólksins sem hún hefur sent sultuna til. Það skapar líka forvitni um hver hefur verið svo heppinn að fá sultuna. Ég er viss um að Meghan mun hafa hugsað lengi og vel um hverjum hún ætti að senda fyrstu vöruna sína.“

Lítill áhugi almennings á ARO

Í síðustu viku sýndi einkarekin könnun DailyMail.com að 68 prósent Bandaríkjamanna höfðu ekki áhuga á American Riviera Orchard. Úrtakið er að vísu ekki stórt, en sýnir þó að að áhuginn er lítill meðal þeirra sem svöruðu.

En þó sérfræðingnum Ede hafi litist vel á aðferð Markle til að kynna fyrstu vöruna og vörumerkið, þá virðist kynningin hafa floppað algjörlega. Ætla má að viðtakendurnir 50 hafi móttekið sultukrukkuna sína, en aðeins þrír þeirra hafa birt færslu þar um á samfélagsmiðlum og það þeir þrír sem líklega eru minnst þekktir af þessum 50.

Af hverju er enginn að pósta mynd?

Í frétt DailyMail er því velt upp hver ástæðan sé. Hvort viðkomandi skammist sín fyrir sendinguna? Sé ekki hrifinn af sultunni? Eru þeir kannski á Ozempic?

Eða ef til vill finnst þeim, eins og venjulegu fólki alls staðar, tímasetningin á kynningu Meghan meira óviðeigandi en vanalega, í ljósi þess að Katrín prinsessa af Wales og Karl Bretakonungur eru bæði í krabbameinsmeðferð.

Engin nema Markle sjálf veit hverjir hinir heppnu 50 eru, en á meðan breskir miðlar velta vöngum yfir því, hafa þeir þó þegar gert grín að henni fyrir að handskrifa á miðana og líma á krukkurnar, eins og um sé að ræða ómetanleg listaverk (sem hún telur sultuna augljóslega vera, segir í frétt DailyMail) og að sjá má á færslum þeirra þriggja sem póstað hafa mynd af gjöfinni að límmiðarnir eru þegar að losna af krukkunum. 

Og sérfræðingar eru í dag á öðru máli en Ede í gær, segja þeir að mjúk byrjunarherferð (e. Soft launch) Markle sé „furðuleg stefna“ sem skortir „áreiðanleika“ – og hún verður að „víkka út útbreiðslu sína.“

Hver ætli hafi fengið krukku númer eitt? Erlendir miðlar eru á að það sé spjallþáttadrottningin og nágranni hjónanna, sjálf Oprah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“