fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Fókus
Mánudaginn 15. apríl 2024 08:36

Talía Mjöll Guðjónsdóttir og Tinna Barkardóttir, þáttarstjórnandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talía Mjöll Guðjónsdóttir er tvítug stelpa sem hefur þurft að upplifa meira en margir á hennar aldri. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Talía er uppkomið barn alkóhólista en frá blautu barnsbeini vissi hún að mamma sín væri veik. „Mamma og pabbi skildu þegar ég var tveggja ára og svo byrjaði mamma með miklum ofbeldismanni sem ég þoldi ekki.“ Hún útskýrir að hún hafi vitað af ofbeldinu þó mamma hennar hafi alltaf passað að hún og bræður hennar sæu það ekki en andlega ofbeldið var líka mjög slæmt. „Hann var mikill ofbeldismaður og kastaði henni til dæmis fram af svölunum.“

Setti börnin í fyrsta sæti

„Hann átti mörg mótorhjól og við áttum svona mótorhjól fyrir börn. Þegar ég var fimm ára tók hann innsiglið af og ég fór allt of hratt og hjálmurinn fór í tvennt og hefði getað dáið.“ Talía segir frá því að mamma sín hafi alltaf sett þau systkinin í fyrsta sæti og um leið og maðurinn beitti bróður hennar ofbeldi þá sleit hún sambandinu, hún gat þolað ofbeldið en lét ekki beita börnin sín ofbeldi.

Þegar móðir hennar var í neyslu kom hún börnunum alltaf fyrir annars staðar, hún var skynsöm að því leyti, segir Talía.

„Þegar ég var átta ára þá hvarf mamma alveg og ég sá hana ekki í mörg ár, átta sirka, og heyrði ekkert í henni heldur“. Á þeim tíma bjó hún hjá föður sínum og stjúpmóður en sú sambúð gekk ekki vel á köflum. „Ég var frá unga aldri hjá sálfræðingum og skildi vel að mamma væri veik og ég var aldrei reið út í hana en auðvitað saknaði ég hennar og var hrædd.“ Talía segir að stjúpmóðir hennar hafi beitt hana miklu andlegu ofbeldi og síðar líkamlegu.

„Frá því ég var níu ára sagði hún mér að hún væru bara að bíða eftir símtali um að mamma væri dáin og það gerði mig hrædda, ég var mikil mömmustelpa. Hún setti stanslaust út á útlit mitt, sagði mér að ég væri feit og vigtaði mig.“

Misnotuð fimm ára gömul

Tólf ára gömul var Talía í heitapottinum heima hjá þeim með bræðrum sínum þegar hún ætlar inn: „Stjúpmamma mín skipar mér að klæða mig úr úti og ég spyr hvort ég megi þá fá handklæði en hún neitar og lokar hurðinni. Þarna triggerast það sem ég hélt alltaf að hafi verið gamall og vondur draumur en ég skelf eins og hrísla og græt og græt. Pabbi kemur og verður mjög reiður því hann hafði sagt henni frá þessu áfalli sem ég hafði orðið fyrir fimm ára gömul og lokað á.“

„Ég var á leið til vinkonu minnar og bankaði á vitlausa hurð. Það kemur maður til dyra og tekur mig inn til sín og misnotar mig kynferðislega. Hann segir að þetta sé leyndarmál. Ég fór til vinkonu minnar og spyr hvort ég megi segja henni leyndarmál, hún segir mömmu sinni sem hringdi í foreldra mína.“ Þarna í þessum aðstæðum var eitthvað sem triggeraði þetta gamla áfall sem Talía hafði í öll þessi ár haldið að sig hafi dreymt því það var ekki rætt.

„Kannski var bara gott að þetta kom upp því þá gat ég farið að vinna úr því, þetta var búið að trufla svefninn minn alltaf og ég var greind með þunglyndi og áfallastreitu.“

Er að reyna að kynnast móður sinni upp á nýtt

Móðir Talíu varð svo edrú þegar hún var um 16 ára gömul og fékk hún að velja sjálf hvort og þá hvernig samskipti hún myndi vilja.

„Ég vildi hitta hana en í fyrsta skipti hittumst við heima hjá vinkonu hennar sem við þekkjum líka svo það væri auðveldara. Mér finnst þetta miklu erfiðara heldur en bræðrum mínum en mig langar svo að geta bara hleypt henni að mér. Hún hefur bara misst af svo miklu. Við erum að reyna að kynnast upp á nýtt en hún er æðisleg og hún gefur mér allan tímann sem ég þarf.“

Aðspurð hvort hún sé ennþá hrædd um mömmu sína segir hún: „Ég er lítið hrædd en ég er samt smá hrædd að opna alveg og svo fer hún kannski aftur, því hún velur það ekki en nei ég held ekki. Við verðum örugglega aldrei eins og móðir og dóttir en við getum verið bestu vinkonur.“

Hér má hlusta á viðtalið við Talíu Mjöll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram