fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2024 10:30

Embla Wigum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta samfélagsmiðlastjarna Íslands og förðunarsnillingurinn Embla Gabríela Wigum er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Embla ræðir um áhrifavaldabransann í London, þar sem hún er búsett, upphafið á ferlinum, hvernig venjulegur vinnudagur lýsir sér, ráð fyrir aðra sem vilja fylgja í hennar fótspor og svo margt fleira. Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Það er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Embla Wigum er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins með yfir 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og yfir 220 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hún er áhrifavaldur í fullu starfi, búsett í London, og elskar það. Hún nýtur þess að búa til efni fyrir samfélagsmiðla og hefur slegið í gegn fyrir ótrúlega förðunarhæfileika sína og listgáfu.

Instagram/@emblawigum

Það er orðið sífellt algengra að fólk breyti myndunum sínum fyrir Instagram en það sem margir vita kannski ekki er að það er líka hægt að nota filtera fyrir myndbönd sem aðrir eiga erfitt með að sjá. Það er einn slíkur á TikTok sem kallast „bjútífilterinn“ og ólíkt öðrum filterum þá geta aðrir ekki séð þegar þú notar hann.

„Þetta er orðið svo ógeðslega lúmskt. Því ef þú setur [hefðbundinn] filter á TikTok þá kemur alveg hvað þú notaðir, eins og á Instagram, þegar þú horfir á Instagram-story þá sérðu uppi í horninu til vinstri hvaða filter það er. Þannig ókei, fólk má alveg gera það sem það vill og ég allavega sé hvað þú ert að gera. En eins og með bjútífilterinn, þá náttúrulega sést ekki neitt og hann er svo lúmskur,“ segir Embla.

Svona birtast venjulegir filterar öðrum, bæði þegar fólk notar þá á Instagram eða TikTok, það á hins vegar ekki við um bjútífilterinn.

Horfðu á myndbandið hér að neðan til að sjá hvernig bjútífilterinn virkar.

@kellystrackofficial This filter is really something else 😂 should I try and do a tutorial recreating this filter with makeup? #fyp #makeup #beauty #beautyfilter #boldglamour #AXERatioChallenge ♬ original sound – Kelly Strack

„Þetta er alveg mjög erfitt, því maður vill náttúrulega ekki að fólk fari að bera sig saman við einhver myndbönd sem eru filteruð, en fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Þetta eru líka orðnir svo góðir filterar í dag, það er eiginlega ekki hægt að sjá þá,“ segir Embla.

„Það eru einhverjir alltaf að fara að nota þetta þannig það er kannski gott fyrir áhorfendur að átta sig á og vera meðvitaðir um þetta. Því auðvitað gerir fólk það sem það vill, ef það vill nota filtera þá er það allt í lagi, ég er ekki að segja: „Enginn má nota filter!“ En þá einmitt þeir sem eru að horfa geri sér grein fyrir því að þetta er ekki raunveruleikinn.“

Alix Earle Shares Makeup-Free TikTok to Show Her Acne

Embla bendir einnig á að það sé margt sem áhrifavaldar og stjörnur nota fyrir myndböndin sín. Eins og góð lýsing, snyrtivörur og vel valin  sjónarhorn. „Þetta er rosalega mikil glansmynd sem er gott fyrir fólk að átta sig á.“

@alixearle Replying to @Bekah.💞 ♬ original sound – Alix Earle

Aðspurð hvort hún noti filtera segir Embla:

„Ég hef alveg gert það en ég reyni að gera það ekki núna […] Ég er líka byrjuð að nota bakmyndavélina á símanum og taka þannig upp og klippa myndbandið fyrir TikTok, og þá er enginn filter og þá sjást meiri smáatriði, sem ég held að sé gott því þá er þetta raunverulegra.“

Fylgstu með Emblu á Instagram, TikTok og YouTube.

Horfðu á þáttinn með Emblu í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Hide picture