fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Fókus
Mánudaginn 8. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum finnst fátt betra en að njóta lífsins og sleikja sólina á Tenerife, alveg sama hvað Seðlabankastjóri hefur um það að segja. Hins vegar virðast innfæddir á eyjunni fögru komnir með nóg af ferðamönnum og hafa undanfarið gripið til mótmæla.

Íslendingar inni á hópnum Tenerife tips velta því fyrir sér hvort andstyggð eyjaskeggja á ferðamönnum sé ástæða þess að vasaþjófnaður sé nú orðið nánast daglegt brauð.

Engilbert Arnar, sem getið hefur sér gott orð fyrir að deila Costco-tengdri gleði, spyr í hópnum hvað sé að gerast á eyjunni fögru.

„Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife. Vasaþjófar eru að ræna fólk daglega.

  1. Það voru 60 manns á skipi rændir af vasaþjófum í síðustu viku.
  2. Það var ráðist á strák og stolið af honum veski, síma og öðrum verðmætum og hann skilinn eftir höfuðkúpubrotinn með blæðingu inn á heila“
  3. Á McDonalds í gær á Las Americas var veskjum, vegabréfum og öðrum verðmætum rænt af stelpum!

Set þetta hingað inn ykkur til varnaðar. Því ég vil ekki að þið lendið í þessum leiðindum. Frekar Njóta. Samkvæmt umræðum á samfélagsmiðlum er Tenerife þvi´miður að fara niður á við. Passið eigur ykkar. Vinsamlegast farið varlega.“

Nokkrar umræður eiga sér nú stað í athugasemdakerfi við færslu Engilberts. Þar greina sumir frá því að hafa oft farið til Tenerife en aldrei lent í þjófnaði. Þetta sé þekkt á flestum sólarstöðum og full ástæða til að gæta þess að vera með verðmæti í töskum sem erfitt er að hnupla úr og gæta þess hvar borgað sé með kortum.

Einn ferðalangur varar við svikum í skartgripabúðum. Þar séu skartgripir falsaðir og gjarnan lendi fólk í því að peningum sé rænt í kjölfar viðskipta af kortum þeirra.

Annar mælir með því að fólk nýti sér öryggishólf á hótelum og taki aðeins þau verðmæti með sér sem stendur til að nota þann daginn.

Enn annar veltir því fyrir sér hvort fyrrum starfsmenn flugvallarins, sem hafi stundað glæpastarfsemi þar, séu nú að snúa sér að meira einstaklingsmiðaðri óþjónustu – vasaþjófnaði fremur en töskuþjófnaði.

Stakk einn ferðalangur upp á því að mögulega séu eyjaskeggjar að stela til að reyna að fæla ferðamenn frá. Ekki voru allir sammála þeirri kenningu og bentu á að mótmæli eyjaskeggja lúti að húsnæðisstefnu stjórnvalda en ferðamennska sé lifibrauð íbúa og þeir hafi engan áhuga á að missa ferðamenn frá sér.

Varað við mótmælum 20. apríl

Breskir ferðamenn hafa nú verið varaðir við að ferðast til Tenerife í mánuðinum þar sem mótmæli eru fyrirhuguð þann 20. apríl. Þar standi til að berjast gegn óhóflegum túrisma. Fjölgun ferðamanna sé ekki sjálfbær. GB News greina frá því að breskir ferðamenn hafi undanfarnar vikur upplifað sig óvelkomna á Kanaríeyjunum. Víða megi sjá veggjakrot þar sem skorað sé á ferðamenn að snúa aftur til sinna heima og ferðamenn uppnefndir „guiris“ fyrir að haga sér villimannslega. „Ekki bíta höndina sem gefur þér að borða,“ sagði einn viðmælenda miðilsins sem sagðist sjá fram á að ef ferðamenn hætti að bóka ferðir til Tenerife þá muni eyjaskeggjar fljótt sjá eftir uppþotinu.

Forseti þings Tenerife hefur kallað mótmælin merki um fordóma gegn ferðamönnum eða „túristafóbíu“ og hvetur eyjaskeggja til að láta af þessum fordómum. Hvetur forsetinn aktívista sem að mótmælunum standa, og hafa meðal annars verið að skipuleggja hungurverkfall, til að nota rökhugsun.

„Við getum ekki ráðist gegn okkar helsta atvinnuveg og arði því það væri bara óábyrgt af okkur,“ sagði forseti Kanaríeyja, Fernando Clavijo.

Ekki vanmeta okkur

Mótmælin hefjast 20. apríl og bera yfirskriftina: „Kanaríeyja hafa takmörk“

Skipuleggjendur sögðu í yfirlýsingu að eyjaskeggjar hafi ekki um annað að velja en að mótmæla þar sem stjórnvöld Kanaríeyja hafi fórnað hag íbúa fyrir hagsmuni ferðamanna.

„Ekki vanmeta okkur því við erum mörg. Við erum allar Kanaríeyjar, heil hreyfing. Án okkar vinnu, okkar atkvæða eruð þið [stjórnvöld] ekkert og engin.“ nú sé nóg komið og ferðamennskan ekki lengur í nafni íbúa. Ekki sé við ferðamenn að sakast heldur áhrif þess að of mörgum ferðamönnum sé hleypt til eyjanna. Eyjarnar séu troðnar, innviðir ráði ekki við það og framtíð komandi kynslóða í hættu.

Hótel og heimagisting hafi keyrt húsnæðisverð upp úr öllu valdi sem og kostnaði við uppihald. Íbúar séu að auki komnir með nóg af látunum í ferðamönnum, ruslinu sem þeir hendi frá sér, umferðateppum og mengun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“