fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Erfiðara að safna meðmælum með enga kosningamaskínu á bak við sig – „Núna vantar mig mest á Suðurlandi og Norðurlandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2024 16:30

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir heldur áfram að safna undirskriftum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum. Henni hefur miðað nokkuð áfram á þeirri vegferð en enn vanti herslumuninn uppá. Biðlar hún sérstaklega til íbúa á Suður- og Norðurlandi þar sem henni vantar flestar undirskriftir.

„Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir taka vel í þessa hugmynd hjá mér um að bjóða mig fram það sýnir það bara að stór hluti þjóðarinnar vil ekki pólitískan forseta og er opið fyrir nýjungum á Bessastaði. Ég hef verið að koma mjög vel út úr skoðanakönnunum og hef verið ein af þeim efstu í flestum könnunum sem kom mér mjög á óvart en það er alveg frábær hvatning!“ segir Ásdís Rán í samtali við DV.

„Ég er persónulega þeirra skoðunar að forsetinn eigi að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum og hann þurfi að vera glæsilegur fulltrúi Íslands á alþjóðavísu og mér finnst vera komin tími á glæsilega, sterka konu.“

Ásdís Rán.

Ekki auðvelt

„Meðmælasöfnunin gengur bara ágætlega en þetta er ekki auðvelt þegar maður gerir þetta án auglýsinga. Ég hef verið að nota samfélagsmiðla til að koma skilaboðum um meðmælasöfnun á framfæri og það er meira en að segja það að reyna að ná inn um fimmtíu atkvæðum á dag. Það vefst smá fyrir fólki að skrá sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum og senda meðmælin, en ég auðveldaði söfnunina aðeins og nú þarftu bara að fara inn á www.asdisran.is og dettur þá beint inn á mína meðmælasöfnun,“ segir hún.

„Ég er komin langt á veg og eins og staðan er núna þá vantar mig mest á Suðurlandi og Norðurlandi, ég er búin með Austfirðina og örfá atkvæði eftir á Vestfjörðum. Mér finnst ég hafa staðið mig ótrúlega vel þar sem ég er ekki með risa kosninga maskínu á bak við mig eins og hinir og var alveg óundirbúin. Það er auðvitað miklu erfiðara og sérstaklega þegar það eru sextíu manns að safna meðmælum en ég hugsa að þetta komi nú smám saman.“

„Fullfær um að koma mér inn í starf forseta“

Ásdís Rán er tilbúin í þetta verðuga verkefni.

„Ég held að það sé engin fullfær forseti á fyrsta degi og fólk þarf að koma sér inn í starfið fyrstu mánuðina. Ég er mjög fljót að læra og tókst að verða þyrluflugmaður á met tíma, eða ári, þannig ég er fullfær um að koma mér inn í starf forseta. Ég á mjög auðvelt með að koma fram, halda ræður og hef unnið mikið í að kynna Ísland síðustu tuttugu árin í erlendu sjónvarpi og viðtölum.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asdis Ran aka IceQueen (@asdisran)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram