fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tíu algengar mýtur um hunda

Fókus
Mánudaginn 1. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar hafa fylgt manninum frá örófi alda og í gegnum tíðina hafa margskonar mýtur skapast um þessa loðnu ferfætlinga sem er rétt er að freista þess að vinda ofan af.

Hvert ár hjá mönnum jafngildir sjö hundaárum

Kannski ágætis þumalputtaregla en því fer þó fjarri að hægt sé að heimfæra hana yfir á allar hundategundir en er öldrun þeirra mjög mismunandi og þar spila líka erfðir stórt hlutverk. Almennt er þó líklegra að smærri hundar lifi lengur en þeir stærri.

Hundar borða gras til að framkalla uppköst

Þessi mýta er á þá leið að hundum sem líði illa í maganum borði gras til að framkalla uppköst. Sannleikurinn er þó sá að hundar borða gras að öllum líkindum af því þeim finnst það bara gott! Sérstaklega á sumrin þegar það er grænt og ferskt. Ef grasátið verður þó yfirgengilegt er rétt að fá álit dýralæknis.

Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja

Það er vissulega auðveldara að kenna hvolpum en því fer þó fjarri að gamlir hundar geti ekki lært nýja hluti. Sjónin er kannski aðeins farin að hraka og því þarf mögulega aðeins meiri þolinmæði frá eigandanum en ekki gefast upp á öldungunum.

Hundar sjá bara í svart hvítu

Þessu er oft ranglega haldið fram. Hundar sjá sannarlega liti þó sjón þeirra sé takmarkaðri að því leyti en hjá mannfólki. Til að mynda greina þeir ekki muninn á grænum og rauðum en sjá bláan lit og gulan.

Hundar geispa þegar þeir eru þreyttir

Það er algengt að mannleg hegðun sé yfirfærð á hunda og það er raunin hér. Hundar geispa ekki af því að þeir eru þreyttir. Geispið getur bent til þess að þeir séu kvíðnir eða líður illa í tilteknum aðstæðum eða þá að þolinmæði þeirra sé senn á þrotum.

Hundar dilla rófunni þegar þeir eru glaðir

Þó það geti sannarlega verið í sumum tilvikum þá getur það líka bent til þess að hundurinn sé stressaður eða upplifi einhverskonar ógn. Sérstaklega ef þeir standa grafkyrrir og sperrtir á meðan.

Að rífast eins og köttur og hundur

Það er fjarri sannleikanum að kettir og hundar geti ekki átt vinaleg samskipti. Tegundir hunda sem hafa verið ræktaðar til veiða geta vissulega verið mjög agressífar í garð katta. Þjálfun gerir þó yfirleitt kraftaverk og oftar kemur köttum og hundum ágætlega saman.

Hundar elska knús

Það er erfitt að standast freistinguna að knúsa loðna og fallega hunda og sumir telja eflaust að hundar kunni vel að meta slíkt. Það er þó í flestum tilvikum fjarri sannleikanum, almennt eru hundar ekki hrifnir af faðmlögum þar sem þeir upplifa sig innilokaða.

Það er um að gera að henda beinum til hunda

Hundar eru yfirleitt mjög kátir með að fá bein en það ber að hafa í huga að þau geta verið mjög varasöm. Sérstaklega eru elduð bein hættuleg því að flísar úr þeim geta fest í hálsi hunda og valdið miklum skaða. Þá eru hrá bein skárri en geta þó líka verið hættuleg.

Hundar eiga ekki að borða mannamat

Eins og almennt gildir um ýmsar fullyrðingar þá er þessi regla ekki algild. Súkkulaði, laukar og vínber eru þó beinlínis eitur fyrir hunda en að öðru leyti geta flestar tegundir borðað mannamat í hófi þó eðlilega sé mismunandi hvernig sá matur fer í viðkomandi hund. Til að mynda geta hveiti og hrísgrjón, sem oft sagt vera slæmt fyrir hunda, verið skárra í hófi en til að mynda hrátt kjöt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone