fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Segjast hafa fengið vísindalega sönnun fyrir reimleika í Hvítárnesskála – „Þarna heyrði ég á svart hvítu, það var bara rödd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2024 11:29

Katrín Bjarkadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson eru helstu draugasérfræðingar Íslands. Þau halda úti hlaðvarpinu vinsæla Draugasögur og ferðast með hlustendur um myrkustu kima heimsins. Þau hafa um árabil rannsakað draugagang með ýmsum tækjum og segjast hafa undir höndum fjölda sönnunargagna um merki að handan.

Þau hjálpa einnig einstaklingum sem á þurfa að halda, án endurgjalds, að losna við draugagang og segja það oftast auðvelt þar sem draugar séu venjulega meinlausir. Hins vegar hafa komið upp tilfelli segja þau, þar sem draugar hafa beitt fólk ofbeldi og þá þurfa þau að grípa inn í.

Katrín og Stefán eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Þau fara um víðan völl og ræða um það sem er fyrir handan, hvernig draugagangur lýsir sér, hvernig er hægt að losna við drauga og þeirra fyrstu reynslu að sjá eitthvað að handan. Þau fara einnig yfir staði á Íslandi þar sem reimleikar eru og eftirminnilegustu upplifanir þeirra, eins og þegar þau náðu röddum á upptöku í Hvítárnesskála. Katrín segir frá því í spilaranum hér að neðan, brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Fannst hún loksins fá staðfestingu

Aðspurð um eftirminnilegasta atvikið nefnir Katrín Hvítárnesskála. „Ég held að það sem stendur mest upp hjá mér er fyrsta rannsóknin sem við fórum í í Hvítárnesskála. Þá vorum við reyndar búin að fara til Seattle en við vorum rosa mikið bara að byrja að nota alls skonar tæki og tól til að fá sannanir um draugagangi. Hingað til var ég eingöngu búin að nota mína hæfni.“

Þegar þau komu í skálann fann Katrín strax eitthvað inni í einu herbergjanna. „Ég sagði við Stebba að við skulum setja EVP tækið þar inn,“ segir hún.

„EVP tæki er gamaldags upptökutæki. Þú ýtir bara á REC og það nemur hljóð sem mannseyrað heyrir ekki. Ég sagði við Stebba: „Heyrðu, við skulum setja þetta inn í þetta herbergi, ég finn það, ég veit að þetta er þarna inni og ég veit að við eigum eftir að ná einhverju.““

Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson eru gestir vikunnar í Fókus.

Katrín og Stefán fóru svo í annað herbergi á neðri hæðinni. „Það var lengst frá hinu herberginu, við höfðum hljóð og sofnuðum meira að segja í smá stund. Þegar við fórum í gegnum sönnunargögnin daginn eftir þá heyrðum við þessar raddir á EVP tækinu. Ég held að fyrir mitt leyti þá hafi ég loksins þarna fengið staðfestingu, af því að eins og ég segi að fyrir þetta hafði ég aðeins treyst á sjálfa mig en þarna heyrði ég á svart hvítu. Það var bara rödd.“

Stefán tekur undir. „Þarna vorum við með vísindalega sönnun.“

„Við meira að segja létum Valgarð miðil hlusta á upptökuna og hann sagði: „Þetta eru ekki þeirra raddir, það er alveg á hreinu.“ Það var fólk að reyna að véfengja þetta. Fyrir mig, þetta var augnablik sem ég gleymi aldrei því ég fékk staðfestingu,“ segir Katrín.

Þau segja að þau hafi ekki getað greint orðaskil, raddirnar voru að muldra. En þau segjast hafa heyrt að þetta voru karl og kona að tala saman, einhver hafi hóstað mjög greinilega og síðan kom hljóð eins og það væri verið að kyrkja einhvern.

No photo description available.
Hjónin fyrir framan Hvítárnesskála. Mynd/Facebook

Reimleikinn í Hvítárnesskála

Margir kannast við söguna um drauginn í Hvítárnesskála, austan Hvítárvatns á Kili. Þetta er eitt alræmdasta draugahús Íslands og reglulega heyrast þaðan óhugnanlegur sögur af draugagangi og hafa í raun gert allt frá því húsið var byggt árið 1930. Fólk sem hefur gist í skálanum, sérstaklega karlmenn, hafa lýst reimleika í skálanum og þá sérstaklega í einni koju sem hefur fengið viðurkefnið „Draugakojan.“

Í sjónvarpsþættinum Fjallaskálar Íslands, sem sýndur var árið 2019, kom fram að oft og tíðum hafi draugagangurinn í húsinu verið svo yfirgengilegur að fólk hafi flúið þaðan unnvörpum, jafnt kvölds og morgna og um miðjar nætur, margt með þá tilfinningu innanbrjósts að verið sé að kyrkja það.

Katrín og Stefán ræða nánar um raddirnar, hvað þær voru að segja og söguna á bak við reimleikann í Hvítárnesskála í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, þú getur einnig hlustað á Spotify.

Fylgstu með Katrínu og Stefáni

Fylgdu Draugasögur á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpsþætti þeirra á Spotify. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift hjá þeim fyrir meira efni.

Katrín og Stefán eru einnig með þættina Sannar íslenskar draugasögur (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify) og Mystík (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“
Hide picture