fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Segja draug hafa beitt miðaldra mann ofbeldi – „Hann virkilega slasaðist mjög illa og þurfti að fara upp á spítala“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2024 19:59

Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson eru helstu draugasérfræðingar Íslands. Þau halda úti hlaðvarpinu vinsæla Draugasögur og ferðast með hlustendur um myrkustu kima heimsins. Þau hafa um árabil rannsakað draugagang með ýmsum tækjum og segjast hafa undir höndum fjölda sönnunargagna um merki að handan.

Þau hjálpa einnig einstaklingum sem á þurfa að halda, án endurgjalds, að losna við draugagang og segja það oftast auðvelt þar sem draugar séu venjulega meinlausir. Hins vegar hafa komið upp tilfelli segja þau, þar sem draugar hafa beitt fólk ofbeldi og þá þurfa þau að grípa inn í.

Þau ræða eitt atvik sérstaklega í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Draugar og ofbeldi

Katrín og Stefán segja að yfirleitt sé auðvelt að fæla drauga burt en málið er heldur alvarlegra þegar draugarnir eru farnir að beita ofbeldi.

„Oft er þetta mjög basic sem fólk þarf að gera. Það er bara að hreinsa og sage-a og vera ákveðið. En þegar kemur að ofbeldi og börnum þá ristir það svolítið og þá þurfum við að skoða það nánar,“ segir Stefán.

„Það var eitt mál þar sem það var alltaf verið að ráðast á ósköp venjulegan miðaldra mann, sem trúði sjálfur ekkert á drauga. En í hvert skipti sem hann fór inn í bílskúrinn sinn að vinna eða gera eitthvað, þá var bara verið að kasta hlutum í hann. Hann virkilega slasaðist mjög illa, mjög illa. Hann þurfti að fara upp á spítala,“ segir Katrín.

„Þetta er svo venjulegur maður, bara maður sem pældi aldrei í þessu en hann hafði enga útskýringu á því sem var í gangi. Eina ástæðan fyrir því að við komum inn í málið var vegna þess að dóttir hans vissi hver við erum. Þannig það er kannski svona týpískt mál um eitthvað sem er ofboðslega erfitt að kljást við.“

Katrín og Stefán í ferðalagi. Aðsend mynd.

Þau segja erfiðast þegar börn verða fyrir ofbeldi. „Svo eru það börnin, það er oftast ef þau eru alveg hryllilega hrædd. Það er rosa mikil ásókn á þau og þau geta ekki sofið, foreldrarnir örmagna,“ segir hún.

„Þá kíkjum við og tökum stöðuna,“ segir Stefán.

„En það fallega við þetta samt er að þetta er oftast ágætlega auðvelt að tækla börnin. Við erum með ákveðið prógramm. Við eigum litla töfrasprota, við erum að fara á þeirra level og oftast virkar það og bara hættir,“ segir Katrín.

Þau ræða þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, þú getur einnig hlustað á Spotify.

Fylgdu Draugasögur á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpsþætti þeirra á Spotify. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift hjá þeim fyrir meira efni.

Katrín og Stefán eru einnig með þættina Sannar íslenskar draugasögur (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify) og Mystík (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture