fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Söngleikurinn Gæjar og píur: „Ferlið er fyrst og fremst búið að vera mjög skemmtilegt“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt að gerast í leiklistarlífinu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um þessar mundir þar sem leikfélagið Verðandi sýnir nú söngleikinn Gæjar og píur.

Gæjar og píur er dásamlegur klassískur söngleikur sem gerist í New York á fimmta áratug síðustu aldar. Natan Detroit er aðal spaðinn í bænum þegar kemur að teningaharki og heldur utan um þá „starfsemi“ í borginni. Hann hefur verið trúlofaður Adelaide, aðalstjörnu vinsæls næturklúbbs, í 14 ár og er heldur farið að reyna á þolinmæði hennar í þeim efnum. Dag einn kemur gamalkunnur töffari, Skæ Masterson, í bæinn en hann hefur getið sér gott orð á landsvísu fyrir áhættuveðmál, upp á töluverða fjármuni. Natan nær að veðja við Skæ að hann nái ekki að bjóða yfirmanni hjálpræðishersdeildar hverfisins, hinni geðþekku Söru Brown, með sér á stefnumót til Havana, sem hefur miklar og skemmtilegar afleiðingar.

„Það eru liðin 40 ár frá því að hann var síðast settur upp á Íslandi árið 1984 og þá í Þjóðleikhúsinu með stjörnu-leikhóp. Það er eina skiptið sem hann hefur verið settur upp á Íslandi þar til núna,“ segir Smári einn meðlima Verðandi.

„Við völdum Gæjar og píur í samráði við leikstjórann okkar, Þórunni Lárusdóttur. Henni þykir vænt um söngleikinn en hún sá hann margoft þegar hún var yngri. Þá lék móðir hennar eitt af aðalhlutverkunum, Adelaide. Þannig að það lá í rauninni beinast við að setja upp söngleikinn Gæjar og Píur.“

Smári segir gríðarlega mikinn leiklistaráhuga í FG enda er boðið upp á nám í leiklist á leiklistarsviði á listnámsbraut. En leikfélagið er einnig mjög virkt og venjan er að setja upp sýningar á haustin og vorin. „Leiklistarsviðið á listnámsbraut er stórkostlegt nám og í því er maður í að minnsta kosti  einum leiklistaráfanga á hverri önn. Margir sækjast í söngleikinn og telur leikhópurinn 28 manns, svo eru átta manns í stjórn leikfélagsins og undirnefndirnar eru fimm talsins. Þannig að margir koma að uppsetningunni,“ segir Smári.

„Ferlið hófst í janúar og fyrsta sýning var 13. mars, þannig við tókum okkur þrjá mánuði í það. Enda söngleikurinn langur með flóknum senum, söng og stórum dansatriðum. Ferlið er fyrst og fremst búið að vera mjög skemmtilegt, leikhópurinn vinnur vel saman og Þórunn leikstjóri og danshöfundurinn Valgerður Rúnarsdóttir voru þær bestu sem við gátum óskað okkur. Það var flott að sjá þær vinna og þær eru frábærar fyrirmyndir. Svona ferli getur tekið á, pestir fara að ganga og fólk þarf líka að sinna skóla. En þá stöndum við saman og hjálpumst að, ferlið var einstakt félagslíf.“

Næstu sýningar eru fimmtudaginn 4. apríl, föstudaginn 5. apríl, föstudaginn 12. apríl og laugardaginn 13. apríl, allar klukkan 19:00. Miðasala er á Tix.is.

Fylgja má Verðandi á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram og TikTok.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone