fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Fyrsta hálfa árið mátti ég hvorki halda á henni eða snerta hana, út af því ég var annað hvort eitraður af krabbameinsmeðferðum eða nýbúinn í uppskurði“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2024 09:30

Egill Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mottudagurinn er í dag, föstudaginn 22. mars. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum. „Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars og/eða sendið okkur á mottumars@krabb.is.“

Mottumars er ekki bara glens og grín, við fáum líka að heyra sögur karla sem segja okkur frá sinni reynslu til að hvetja aðra til huga að heilsunni, sinna forvörnum og hlúa að sjálfum sér. Eins og sögu Egils Þórs Jónssonar

Egill greindist með stóreitilsfrumukrabbamein árið 2021 og hóf í kjölfarið lyfjameðferð. Þremur vikum fyrir settan fæðingardag dóttur hans, fékk hann þá niðurstöðu úr jáeindaskanna að hann væri laus við krabbameinið. En viku fyrir fæðingu dótturinnar kom í ljós að meinið hafið tekið sig upp aftur. Hann fór í kjölfarið í erfiða meðferð til Svíþjóðar sem reyndi mjög á hann og hann hélt að hann myndi ekki lifa af. „Ég var mjög veikur og hélt ég myndi ekki lifa þá ferð af. Ég lifði bara mínútu til mínútu á verkjatöflum, en hér sit ég í dag“ segir hann fullur þakklætis með bros á vör.

Sjá einnig: Egill Þór á batavegi eftir erfiða krabbameinsmeðferð – „Reyni ég að taka öllum tækifærum sem bjóðast og nýta tímann og njóta hans“

„Þú nærð þessari instant tengingu þegar þú hittir einhvern sem er að ganga það sama og þú þegar þú ert að ganga í gegnum það í fyrsta sinn,“ segir Egill sem telur að hann væri ekki á lífi ef hann hefði þagað í gegnum sína meðferð.

Hann hvetur alla til að sækja sér alla þá hjálp sem í boði er, nýta sér stuðningsfélögin sem eru að styðja við þá sem greinast. „Spítalinn er ekki að pæla í félagslega hlutanum, hann pælir í læknisfræðilega hlutanum,“ segir Egill sem segir að jafningjastuðningur hafi verið honum afar mikilvægur, að finna fyrir sterkri tengingu við einhvern sem búinn var að ganga í gegnum það sama og hann var að ganga í gegnum í fyrsta sinn, hafi verið ómetanlegt.

Margir tala um að í kjölfar greiningar fái þeir nýja sýn á lífið. Egill segist ekki alltaf tengja við þennan frasa en hann segist vera betri pabbi eftir þessa reynslu. Það að vera í kringum börnin sín og gera eitthvað með þeim sé honum ómetanlegt.

„Þegar ég greinist þá var sonur minn tveggja ára og dóttir mín að koma. Fyrsta hálfa árið mátti ég hvorki halda á henni eða snerta hana, út af því ég var annað hvort eitraður af krabbameinsmeðferðum eða nýbúinn í uppskurði. Að ná að tengjast henni betur og gera eitthvað með krökkunum, ég held ég sé betri pabbi eftir þetta, en ég veit náttúrulega ekki hvernig pabbi ég væri ef ég hefði ekki gengið í gegnum þetta“ segir Egill og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“