Hún sagði að hún og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly væri ekki lengur trúlofuð og væru flutt í sundur.
Hún vildi þó ekki staðfesta hvort sambandi þeirra væri lokið eða ekki.
„Eina sem ég get sagt er að við verðum alltaf tengd sterkum böndum,“ segir hún.
„Ég get ekki sagt hversu mikið, en ég mun alltaf vera tengd honum. En ég er ekki tilbúin að útskýra þetta frekar.“
Samkvæmt US Weekly eru þau enn saman en búa í sitthvoru lagi til að gefa hvort öðru rými á meðan þau vinna í sambandinu.
Heimildarmaður US Weekly sagði að leikkonan hafi beðið vinkonur sínar um að kynna hana fyrir nýju fólki. Hins vegar sagðist hann ekki sjá fyrir að þau myndu hætta saman.
„Vinir þeirra sjá þau ekki hætta saman fyrir alvöru þar sem þau skipta um skoðun á hverjum degi,“ sagði hann.
Annar heimildarmaður telur parið vera á leið í aðra átt. „Sambandið þeirra er mjög eitrað. Ástin á milli þeirra gerir þau bókstaflega veik. Þau geta ekki hætt að rífast,“ sagði hann.