fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Megan Fox varpar fram sprengju um stöðu sambands hennar og MGK

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 09:31

Machine Gun Kelly og Megan Fox. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox varpaði fram sprengju í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy á dögunum.

Hún sagði að hún og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly væri ekki lengur trúlofuð og væru flutt í sundur.

Hún vildi þó ekki staðfesta hvort sambandi þeirra væri lokið eða ekki.

„Eina sem ég get sagt er að við verðum alltaf tengd sterkum böndum,“ segir hún.

„Ég get ekki sagt hversu mikið, en ég mun alltaf vera tengd honum. En ég er ekki tilbúin að útskýra þetta frekar.“

Samkvæmt US Weekly eru þau enn saman en búa í sitthvoru lagi til að gefa hvort öðru rými á meðan þau vinna í sambandinu.

Heimildarmaður US Weekly sagði að leikkonan hafi beðið vinkonur sínar um að kynna hana fyrir nýju fólki. Hins vegar sagðist hann ekki sjá fyrir að þau myndu hætta saman.

„Vinir þeirra sjá þau ekki hætta saman fyrir alvöru þar sem þau skipta um skoðun á hverjum degi,“ sagði hann.

Annar heimildarmaður telur parið vera á leið í aðra átt. „Sambandið þeirra er mjög eitrað. Ástin á milli þeirra gerir þau bókstaflega veik. Þau geta ekki hætt að rífast,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram