Á dögunum skrifaði sveitin undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Scarlet Records og hafa nú gefið út lagið Instant Gratification auk tónlistarmyndbands. Óttar Ingi Þorbergsson leikstýrði.
Hér er á ferðinni grimmur hljóðheimur sem málar dökka mynd af veröld sem mannkynið stefnir til glötunnar.
Fyrsta plata sveitarinnar „The Altar of Instant Gratification“ kemur út þann 17. maí næstkomandi á vegum Scarlet Records og verður fáanleg á vínyl, geisladisk og í stafrænu formi.
Nánari fregna er að vænta af Duft á næstunni en hægt er að fylgjast með sveitinni á Instagram og Facebook.