fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ásdís Rán ávarpar þjóðina og safnar undirskriftum – „Ég gef kost á mér til taka forsetaembættið upp á annað level af glæsileika“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2024 09:36

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er byrjuð að safna undirskriftum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum.

Hún ávarpaði þjóðina á Facebook rétt í þessu. „Eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins þá hef ég ákveðið að láta undan pressu og hef opnað meðmælendalista á Ísland.is þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!

Ég kem ekki til með að hefja almenna framboðs baráttu það er að segja; ferðalög, auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast á listann minn. Með þessum hætti gef ég þjóðinni síðasta orðið um það hvort ég bjóði mig formlega fram eða ekki eins og sönnum forseta sæmir,“ segir hún.

Ásdís Rán segir að henni þyki vænt um að gefa kost á sér „í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir.“

„Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins. Það má vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til að vera forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verði jafn umdeilt mál og Icesave, en hins vegar er ég ekki í nokkrum vafa um það að ég geti markaðssett Ísland betur en nokkur annar forseti hefur gert. Ég ætla ekki að vera með einhverja yfirborðsfulla ræðu um það hvað ég hef fram á að bjóða en í stuttu máli þá:

  • Ég gef kost á mér til að opna ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir unga fólkið okkar í landinu.
  • Ég gef kost á mér útaf því ég er baráttukona, ég er frumkvöðull og ég hef óstöðvandi eldmóð.
  • Ég gef kost á mér til að hugsa betur um það sem ég kalla þjóðhöfðingjana okkar þ.e. gamla fólkið sem þarf meira öryggi.
  • Ég gef kost á mér fyrir jaðarhópa Íslands sem taka ekki þátt í kjaftæði.
  • Ég gef kost á mér til taka forsetaembættið upp á annað level af glæsileika.
  • Ég gef kost á mér fyrir þá sem þrá breytingar frá gömlum gildum.
  • Ég gef kost á mér til að þjóna þjóðinni eftir bestu getu, hlusta á fólkið og vekja athygli á því sem betur má fara.
  • Og að lokum þá gef ég að sjálfsögðu kost á mér til að krydda kosningabaráttuna.“

„Tíminn er mjög knappur!“

„Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.

Ég þakka kærlega mínum stuðningsmönnum sem standa með mér og hvetja mig, ég met það mikils hvort sem ég kemst áfram eða ekki því tíminn er mjög knappur!

Til að þetta markmið mitt geti orðið að veruleika þá þarf ég að kalla saman liðsmenn mína og biðja ykkur um að taka virkan þátt í að gefa mér rafræn meðmæli, pússa skotskóna, hafa hátt og taka þátt í ævintýrinu með mér af krafti með jákvæðni að leiðarljósi.“

Að lokum segir Ísdrottningin að metnaðarfullum sjálfboðaliðum á öllum landshornum og stuðningsmönnum er velkomið að hafa samband við hana með því að senda tölvupóst á netfangið asdisran@gmail.com.

Hægt er að mæla með framboði Ásdísar á Ísland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?