fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Þetta var heilmikil vinna og ég held ég hafi aldrei náð mér almennilega upp á strik aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2024 12:29

Jóna Margrét Guðmundsdóttir. Mynd/Instagram @jonamargret_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún hafnaði í öðru sæti í Idolinu. Hress persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára aldurinn fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún ræðir það í Fókus, brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. Einnig er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

„Þetta var heilmikil vinna“

„Þegar ég var í öðrum eða þriðja bekk í grunnskóla lenti ég í einhvers konar taugaáfalli og eftir það þá hvarf ég svolítið. Mamma hefur oft talað við mig með tárin í augunum, að á þessum tíma þá tók fjölskyldan sig saman: Við þurfum að fá Jónu aftur.

Ég fór ekki út úr húsi. Ég fór ekki upp í bíl í sjö mánuði og fór ekki í strætó í níu mánuði og ef það var vont veður, ég man svo mikið eftir því, að vera svona lítil og eiga bara að vera að leika mér með barbie og baby born, en ég var bara skíthrædd við allt. Ef það kom vindur eða eitthvað þá bara undir rúm með dótið sem mér þótti vænst um,“ segir Jóna.

Það tók Jónu mörg ár að vinna úr þessu. „Þetta var heilmikil vinna og ég held ég hafi aldrei náð mér almennilega upp á strik aftur. Í dag á ég ótrúlega erfitt með að tjá mig, sérstaklega þegar það eru einhverjar vondar tilfinningar, eitthvað sem er ekki prump og hlæ,“ segir hún.

„Flóknar tilfinningar, þá finn ég að mig skortir þar [getuna og áhugann á að tala um það.] Mér finnst alltaf eins og ég nenni því ekki. Viljinn er ekki þar og ég kem þessu ekki frá mér. Það er vissulega að hafa mikil áhrif á líf mitt í dag, að geta ekki bara aulað hlutunum út úr mér og talað um þá.“

Jóna Margrét.

Mamma veit alltaf

Jóna segir að hún opni sig ekki við fjölskyldu sína fyrr en hún er alveg að springa, en mamma hennar sér oftast í gegnum hana.

„Mamma vill meina að hún veit alltaf mörgum mánuðum áður en það er eitthvað. Hún veit alltaf strax,“ segir Jóna brosandi. Eitt af því sem mamma hennar tekur eftir er að Jóna byrjar að syngja meira en vanalega þegar henni líður illa.

„Ég finn svo mikla svörun í tónlist,“ segir hún og bætir við að hún eigi oft erfitt með að tjá sig en tónlistin hjálpar. Þegar hún hlustar á lögin sín eða les textana sína þá sér hún sig sjálfa og aðstæður í betra ljósi.

„Þegar ég hlusta á lögin mín líður mér eins og ég sé að horfa í spegil og ég er að sjá hlutina og aðstæður út frá mér,“ útskýrir hún.

„Ég finn rosa mikla svörun í því að setjast niður og semja. Þetta er ákveðinn sálfræðitími fyrir mig en ég veit að það er mikil vinna fram undan, að fá einhverja fagmannlega aðstoð því það getur ekki alltaf allt verið hopp og hí.“

Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Jónu Margréti á Instagram og TikTok. Við mælum líka með því að þú kíkir á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Hide picture