Áhrifavaldurinn Kayla, eða KG eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, hefur verið í hringiðu framhjáhaldsskandals á TikTok eftir að hún birti myndband af sér grípa kærasta sinn glóðvolgan.
Þetta byrjaði allt í febrúar, þegar Kayla og vinkona hennar voru í bíl með kærasta Kaylu. Hann fór út úr bílnum til að tala í símann en áttaði sig ekki á því að síminn væri tengdur bílnum og þær sáu við hvern hann var að tala.
„Blonde 8“ eða „ljóska 8“ var nafnið á manneskjunni í síma kærasta Kaylu og var lítil mynd af ljóshærðri konu við nafnið.
„Áttar hann sig á því að við getum séð við hvern hann er að tala,“ spurði vinkona Kaylu.
„Hvað á ég að segja við hann, ég meina það, hvað á ég að segja,“ sagði þá Kayla.
Hann kom svo inn í bílinn og Kayla spurði við hvern hann hafi verið að tala. „Þetta var bara mamma,“ sagði hann. „Hún biður að heilsa.“
Kayla benti honum á að það gæti ekki verið þar sem mamma hans er í símanum hans undir „móðir.“ Hann reyndi að halda því fram að þetta hafi verið mamma hans og af einhverjum ástæðum væri Apple í ruglinu og að númerin hafi „svissast.“
Horfðu á atvikið hér að neðan.
@kayla.g21& this was just the beginning♬ original sound – CFB_Daily
Myndbandið vakti gríðarlega athygli, það hefur fengið næstum 40 milljónir í áhorf. Síðan þá hefur Kayla birt nokkur myndbönd til viðbótar og sýnir frá samtali hennar og „ljósku 8“.
@kayla.g21 Replying to @Lisi Reneau Chilkuri ♬ Don’t Go Insane – DPR IAN
Það kom í ljós að „ljóska 8“ er kona að nafni Hannah sem hafði ekki hugmynd um að kærasti Kaylu væri í sambandi.
„Búið þið saman?!“ spurði Hannah hissa.
„Við höfum verið að hittast í nokkra mánuði og þetta er frekar alvarlegt hjá okkur,“ sagði Hannah síðar í samtalinu.
@kayla.g21 Replying to @Audreana_camm ♬ Beautiful Things – Benson Boone
Í lok samtalsins sagði Kayla að hún hygðist hætta með honum og ef Hannah myndi vilja hann, þá væri hann nú formlega á lausu. Hannah kvaðst ekkert vilja með hann hafa og sagðist ætla að blokka símanúmerið hans. Þær ákváðu síðan að hittast í bröns.
Það kom síðan í ljós þegar þær loksins hittust að Hannah hafði litað sig dökkhærða fyrir einhverju síðan. Fyrrverandi kærasti Kaylu nennti bara ekki að breyta nafninu hennar í símanum.
@kayla.g21 Replying to @niky_liz ♬ From Now On – Hugh Jackman & The Greatest Showman Ensemble