fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kærastinn áttaði sig ekki á því að síminn væri tengdur við bílinn – Hún hringdi í „Ljósku 8“

Fókus
Þriðjudaginn 19. mars 2024 12:32

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú myndir sjá að kærastinn þinn væri að tala við einhverja konu sem hann skírði „Ljóska 8“ í símanum sínum?

Áhrifavaldurinn Kayla, eða KG eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, hefur verið í hringiðu framhjáhaldsskandals á TikTok eftir að hún birti myndband af sér grípa kærasta sinn glóðvolgan.

Þetta byrjaði allt í febrúar, þegar Kayla og vinkona hennar voru í bíl með kærasta Kaylu. Hann fór út úr bílnum til að tala í símann en áttaði sig ekki á því að síminn væri tengdur bílnum og þær sáu við hvern hann var að tala.

„Blonde 8“ eða „ljóska 8“ var nafnið á manneskjunni í síma kærasta Kaylu og var lítil mynd af ljóshærðri konu við nafnið.

Skjáskot/TikTok

„Áttar hann sig á því að við getum séð við hvern hann er að tala,“ spurði vinkona Kaylu.

„Hvað á ég að segja við hann, ég meina það, hvað á ég að segja,“ sagði þá Kayla.

Hann kom svo inn í bílinn og Kayla spurði við hvern hann hafi verið að tala. „Þetta var bara mamma,“ sagði hann. „Hún biður að heilsa.“

Kayla benti honum á að það gæti ekki verið þar sem mamma hans er í símanum hans undir „móðir.“ Hann reyndi að halda því fram að þetta hafi verið mamma hans og af einhverjum ástæðum væri Apple í ruglinu og að númerin hafi „svissast.“

Horfðu á atvikið hér að neðan.

@kayla.g21& this was just the beginning♬ original sound – CFB_Daily

Myndbandið vakti gríðarlega athygli, það hefur fengið næstum 40 milljónir í áhorf. Síðan þá hefur Kayla birt nokkur myndbönd til viðbótar og sýnir frá samtali hennar og „ljósku 8“.

@kayla.g21 Replying to @Lisi Reneau Chilkuri ♬ Don’t Go Insane – DPR IAN

Það kom í ljós að „ljóska 8“ er kona að nafni Hannah sem hafði ekki hugmynd um að kærasti Kaylu væri í sambandi.

„Búið þið saman?!“ spurði Hannah hissa.

„Við höfum verið að hittast í nokkra mánuði og þetta er frekar alvarlegt hjá okkur,“ sagði Hannah síðar í samtalinu.

@kayla.g21 Replying to @Audreana_camm ♬ Beautiful Things – Benson Boone

Í lok samtalsins sagði Kayla að hún hygðist hætta með honum og ef Hannah myndi vilja hann, þá væri hann nú formlega á lausu. Hannah kvaðst ekkert vilja með hann hafa og sagðist ætla að blokka símanúmerið hans. Þær ákváðu síðan að hittast í bröns.

Það kom síðan í ljós þegar þær loksins hittust að Hannah hafði litað sig dökkhærða fyrir einhverju síðan. Fyrrverandi kærasti Kaylu nennti bara ekki að breyta nafninu hennar í símanum.

@kayla.g21 Replying to @niky_liz ♬ From Now On – Hugh Jackman & The Greatest Showman Ensemble

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum