fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þegar þú færð alla pensla í heiminum til að mála fallega mynd en hendir þeim óvart í ruslið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. mars 2024 20:29

Jóna Margrét Guðmundsdóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún hafnaði í öðru sæti í Idolinu. Hress persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára aldurinn fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún ræðir það í Fókus, brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. Einnig er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

Spennandi tímar eru fram undan hjá Jónu Margréti sem vinnur í nýrri tónlist. Hún gaf út plötuna Tímamót árið 2022 og fjallaði sú plata um ástarsorg. Nýja lagið hennar, Burnt City, er hennar uppáhalds lag til þessa, en hún kafaði mjög djúpt inn á við og berskjaldar sig algjörlega.

Jóna segir að hún eigi oft erfitt með að átta sig á því hvernig henni líður og koma því í orð, en tónlistin hjálpar. „Þegar ég hlusta á lögin mín líður mér eins og ég sé að horfa í spegil og ég er að sjá hlutina og aðstæður út frá mér. Ég finn rosa mikla svörun í tónlist, að setjast niður og semja,“ segir hún.

„[Burnt City] fjallar um erfiða tíma núna. Ástin sko,“ segir Jóna kímin.

„Lagið verður á ensku, það er svolítið skemmtilegt. Það fjallar um ástarsambönd og hvernig það er að vera í þeirri stöðu að makinn manns gefur manni öll verkfæri í heiminum eða alla pensla í heiminum til að mála fallega mynd en maður óvart hendir þeim í ruslið. Þú óvart tekur við þessu og svo bara gleymir þér og þetta er farið. Maður nær ekki að halda áfram og byggja upp einhverja fallega borg eða mála fallega mynd,“ segir hún.

Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Erfið togstreita

„Þetta lag snertir mig rosalega djúpt og örugglega mest af þeim öllum. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við hvernig hlutirnir fara og sætta mig við að hlutirnir fari ekki eins og ég vil, og að maður geti ekki stjórnað tilfinningum sínum. Það er mjög erfið togstreita, sem ég þurfti að átta mig á; hausinn minn vill kannski eitthvað en hjartað mitt höndlar það ekki.“

Fyrir Jónu var það ákveðin hugljómun að gera grein fyrir þessari togstreitu og sætta sig við hana.

„Ég er nýlega búin að átta mig á því að þetta er til, að hausinn vill eitthvað en hjartað vill eitthvað annað. Í þessu tilviki þá þurfti ég að hlusta á hjartað og það er erfitt að fara í vörn gegn hausnum, því hausinn er sterkasta vopnið sem við eigum.“

Jóna Margrét ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Jónu Margréti á Instagram og TikTok. Við mælum líka með því að þú kíkir á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Hide picture