fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Sunneva keypti 12 þúsund króna brúsann sem allir eru að missa sig yfir – „Þetta er drasl!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 12:58

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er alls ekki hrifin af einu heitasta tískuæðinu í dag. Hún segir vöruna drasl og ekki peninganna virði.

Það er óhætt að segja að brúsi frá Stanley sé einn vinsælasti, ef ekki sá vinsælasti, brúsi í heimi og hefur verið það undanfarin ár.

Brúsarnir kosta um 45 dollara á Amazon, eða rúmlega sex þúsund krónur.

Þar til nýlega fengust flöskurnar ekki hérlendis. Stanley Iceland greindi frá því síðast í janúar að brúsarnir væru væntanlegir til landsins og í verslanir í febrúar. Hins vegar virðast þeir ekki vera komnir og ekki er vitað hvenær þeir munu birtast í búðum.

Aðeins ein verslun hér á landi, Ilmolíulampar, selur þá eins og er og kostar stykkið 12.900 krónur.

Has the Stanley Cup Craze Gotten Out of Control?

Sunneva og Birta Líf ákváðu að kaupa sér sitthvorn brúsan til að geta gefið honum almennilega og heiðarlega umsögn, en áður en þær fengu brúsana í hendurnar höfðu þær nú þegar myndað sér sterka skoðun á þeim.

„Við erum að fara að vera algjörir hræsnarar. Við höfum alltaf sagt að þetta séu ljótustu brúsar sem við höfum séð á ævi okkar,“ sagði Sunneva í nýjasta þætti hlaðvarpsins Teboðið.

„Þannig við keyptum okkur brúsa,“ sagði Sunneva.

„Eigum við að ræða hvað við borguðum fyrir þetta?! Tólf þúsund kall stykkið, við eyddum 24 þúsund krónum í fokking vatnsbrúsa.“

Þær tóku brúsana upp úr kössunum og fengu smá áfall yfir stærðinni. „Ég gæti myrt einhvern með þessu,“ sagði Sunneva.

@tebodid Hver á Stanley? 🙋‍♀️ #stanleycup ♬ original sound – Teboðið

Klippa úr Teboðinu þar sem vinkonurnar ræða brúsana hefur vakið mikla athygli á TikTok og deildi Sunneva frekari reynslu sinni af brúsanum í öðru myndbandi.

„Fyrir ykkur sem elskið þessa Stanley brúsa. Ég borgaði tólf þúsund fyrir þennan brúsa, af hverju lekur hann? Þetta er allt rennandi blautt, þetta er svona fjórða skipti sem þetta gerist í dag. Þetta er drasl! Sorrí, varð að segja það.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@sunnevaeinars Skil ekki the hype? Hann er alltaf að leka út um allt? Tengja fleirri? #stanleycup ♬ original sound – Sunneva Einars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt