Stone sagði fyrst frá málinu í sjálfsævisögu sinni árið 2021 en greindi hvorki frá nafni framleiðandans né leikarans. Nú hefur hún greint frá því að það var Robert Evans sem vildi að hún myndi stunda kynlíf með Billy Baldwin, á meðan tökur á spennutryllinum Sliver stóð, árið 1993.
Stone, 66 ára, skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum þegar hún lék í vinsælu myndunum Basic Instinct og Casino.
„[Evans] lét mig koma á skrifstofuna sína. Hann var með þessa gamaldagssófa sem voru mjög lágir, þannig ég var eiginlega bara sitjandi á gólfinu, þegar ég átti að vera í tökum. Og hann var hlaupandi um skrifstofuna sína með sólgleraugu, að útskýra hvernig hann hefði sofið hjá Ava Gardner og að ég ætti að sofa hjá Billy Baldwin, því ef ég myndi sofa hjá honum þá myndi frammistaða Baldwin verða betri, og að það væri nauðsynlegt því frammistaða hans væri vandamál,“ sagði Stone í hlaðvarpsþætti Louis Theroux.
Stone sagði að Evans hafi haldið því fram að með því að sofa saman myndu leikararnir „ná betur saman á skjánum“, sem myndi „bjarga kvikmyndinni.“
„Raunverulega vandamál kvikmyndarinnar var ég, því ég var svo upptrekkt og svo alls ekki alvöru leikkona sem gæti bara riðið honum og látið allt ganga upp,“ segir hún.
Stone viðurkennir að henni hafi þótt pirrandi að framleiðendur myndarinnar hafi ekki hlustað á tillögur hennar að meðleikara, eins og Micheal Douglas.
„Ég hefði ekki þurft að ríða Micheal Douglas,“ segir hún.
„Michael hefði mætt í vinnuna og náð að framkvæma sínar línur, hefði æft og gert hlutina rétt,“ segir hún.
„En allt í einu þurfti ég að ríða fólki.“
Eins og fyrr segir ræddi Stone þetta fyrst í sjálfsævisögu sinni árið 2021.
„Ef þeir hefðu bara valið leikara með hæfileika þá hefði þetta ekki verið vandamál,“ sagði hún.
Hún sagði Evans að „fokka sér“ og að hæfileikaleysi Baldwins væri ekki hennar vandamál.
Stone ræddi einnig um Harvey Weinstein í viðtalinu, brot úr því má sjá hér að neðan en hægt er að hlusta á það á Spotify.
I can’t pretend I’m not excited to play host to movie royalty on this episode of #TheLouisTherouxPodcast, with Sharon Stone joining remotely from her home in Los Angeles for a free-ranging and utterly uncensored chat. Please join us to hear Sharon’s blisteringly honest takes on… pic.twitter.com/5Yt4lLyycp
— Louis Theroux (@louistheroux) March 12, 2024