fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sharon Stone afhjúpar loksins kvikmyndaframleiðandann sem þrýsti á hana að sofa hjá Baldwin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:00

Skjáskot úr Sliver (1993).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Sharon Stone hefur loksins afhjúpað hvaða kvikmyndaframleiðandi það var sem sagði henni að sofa hjá meðleikara sínum, svo tengingin á milli þeirra væri „sterkari á skjánum.“

Stone sagði fyrst frá málinu í sjálfsævisögu sinni árið 2021 en greindi hvorki frá nafni framleiðandans né leikarans. Nú hefur hún greint frá því að það var Robert Evans sem vildi að hún myndi stunda kynlíf með Billy Baldwin, á meðan tökur á spennutryllinum Sliver stóð, árið 1993.

Stone, 66 ára, skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum þegar hún lék í vinsælu myndunum Basic Instinct og Casino.

Stone var á dögunum í viðtali hjá Louis Theroux.

„[Evans] lét mig koma á skrifstofuna sína. Hann var með þessa gamaldagssófa sem voru mjög lágir, þannig ég var eiginlega bara sitjandi á gólfinu, þegar ég átti að vera í tökum. Og hann var hlaupandi um skrifstofuna sína með sólgleraugu, að útskýra hvernig hann hefði sofið hjá Ava Gardner og að ég ætti að sofa hjá Billy Baldwin, því ef ég myndi sofa hjá honum þá myndi frammistaða Baldwin verða betri, og að það væri nauðsynlegt því frammistaða hans væri vandamál,“ sagði Stone í hlaðvarpsþætti Louis Theroux. 

Stone sagði að Evans hafi haldið því fram að með því að sofa saman myndu leikararnir „ná betur saman á skjánum“, sem myndi „bjarga kvikmyndinni.“

who-is-robert-evans-hollywood-producer
Robert Evans. Mynd/Getty

„Raunverulega vandamál kvikmyndarinnar var ég, því ég var svo upptrekkt og svo alls ekki alvöru leikkona sem gæti bara riðið honum og látið allt ganga upp,“ segir hún.

Stone viðurkennir að henni hafi þótt pirrandi að framleiðendur myndarinnar hafi ekki hlustað á tillögur hennar að meðleikara, eins og Micheal Douglas.

„Ég hefði ekki þurft að ríða Micheal Douglas,“ segir hún.

„Michael hefði mætt í vinnuna og náð að framkvæma sínar línur, hefði æft og gert hlutina rétt,“ segir hún.

„En allt í einu þurfti ég að ríða fólki.“

Skjáskot úr Sliver (1993).

Eins og fyrr segir ræddi Stone þetta fyrst í sjálfsævisögu sinni árið 2021.

„Ef þeir hefðu bara valið leikara með hæfileika þá hefði þetta ekki verið vandamál,“ sagði hún.

Hún sagði Evans að „fokka sér“ og að hæfileikaleysi Baldwins væri ekki hennar vandamál.

Stone ræddi einnig um Harvey Weinstein í viðtalinu, brot úr því má sjá hér að neðan en hægt er að hlusta á það á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið