fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Brátt geturðu gleymt Ozempic – Ný og byltingarkennd lyf sögð vera handan við hornið

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyf á borð við Ozempic og Wegovy hafa verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Um er að ræða þyngdarstjórnunarlyf sem upphaflega voru þróuð fyrir þá sem þjást af sykursýki en hafa gagnast öðrum í baráttu við aukakílóin.

Mikil og hröð þróun er í lyfjabransanum um þessar mundir þar sem fyrirtæki keppast um að þróa hagkvæmari og betri lyf. Nú þegar eru ný lyf sögð vera handan við hornið sem eiga að skila meira og hraðari þyngdartapi án mikilla aukaverkana og eru þar að auki í töfluformi.

Daily Mail greinir frá því að í febrúar hafi tvö fyrirtæki, Superdrug og Pharmadoctor, hafið sölu á nýju lyfi sem heitir Mounjaro eftir að fyrirtækin fengu grænt ljós frá bresku lyfjaeftirlitsstofnuninni, MHRA. Virka efnið í lyfinu heitir tirzepatide en líkt og með Ozempic og Wegovy var Mounjaro þróað til að hjálpa einstaklingum með sykursýki 2.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að önnur lyf, til dæmis Rybelsus, Retatrutide og Orforglipron hafi gefið góða raun. Öll þessi lyf eiga það sameiginlegt að líkja eftir hormóni sem framleitt er í líkamanum og kallast GLP-1 og taka þátt í stjórnun á jafnvægi blóðsykurs í líkamanum.

Lyfin gera það að verkum að fólk finnur síður til hungurs og finnur fyrir seddu af minni matarskömmtum og þá eru þau sögð minnka löngun í sætindi. Þá er bent á það að Rybelsus virki svipað og Ozempic og Wegovy en kosturinn við Rybelsus er að það er hægt að taka það í töfluformi en ekki í gegnum sprautu eins og Ozempic og Wegovy. Það sama á við um Orforglipron.

Retatrutide er lyf sem er gefið í gegnum sprautu og það líkir einnig eftir GLP-1 hormóninu. Það hefur þó víðari verkun og virkar á hormón sem kallast GIP og glúkagon sem hafa áhrif á hungur.

Í umfjöllun Daily Mail er bent á að rannsóknir á Retatrutide hafi gefið góða raun eins og rakið var í tímaritinu New England Journal of Medicine. Einstaklingar sem þjást af offitu tóku þátt í rannsókninni og misstu þeir að jafnaði fjórðung af líkamsþyngd sinni á aðeins 48 vikum. Einstaklingar sem tóku þátt í prófunum á Wegovy misstu að jafnaði 16 prósent af líkamsþyngd sinni fyrsta árið.

Novo Nordisk, framleiðandi Ozempic, er einnig sagt vinna að því að koma með nýtt lyf á markað, amycretin. Lyfið líkir eftir GLP-1 hormóninu en hefur einnig þau áhrif að minnka hungur og auka seddutilfinningu. Prófanir með lyfið hafa gefið góða raun og geta þeir sem glíma við offitu vænst þess að léttast allt að tvöfalt hraðar en þeir sem nota Ozempic.

Loks er minnst á tvo aðra flokka af lyfjum (e. controlled metabolic accelerators and thyromimetics) sem eru í þróun en þau eiga að hraða efnaskiptum fólks.

Hér má lesa umfjöllun Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram