fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Síðustu skilaboð klámstjörnunnar til aðdáenda áður en hún var myrt

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Sophie Leone sagði aðdáendum að „fara út og njóta lífsins aðeins meira“ í einni af síðustu færslunum sem hún deildi á samfélagsmiðlum áður en hún dó.

Andlát Leone er rannsakað sem morð samkvæmt umboðsskrifstofu hennar. Að sögn talsmanns skrifstofunnar var brotist inn í hús Leone, þar sem innbrotsþjófarnir réðust á hana með þeim afleiðingum að hún lést.

Hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Nýju Mexíkó í byrjun mars.

Ein af síðustu færslunum sem hún birti á samfélagsmiðlum hefur verið dregin aftur fram í sviðsljósið í kjölfar fregna um fráfall hennar. Þetta voru einnig síðustu skilaboð hennar til aðdáenda, en allir mættu taka þau til sín.

„Farðu út og njóttu lífsins aðeins meira í dag,“ skrifaði hún með mynd af sér setja upp friðarmerkið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sophia Leone (@xosophialeone)

„Við erum miður okkar yfir skyndilegu fráfalli hinnar ástkæru Sophia Leone. Falleg sál sem snerti mörg okkar,“ kom fram í yfirlýsingu frá umboðskrifstofu hennar, 101 Modelling.

„Sorglegur dagur að komast að því að Sophia Leone sé farin frá okkur. Ég elska þig. Þú kenndir mér svo mikið þegar ég byrjaði í bransanum,“ sagði klámstjarnan Riley Kay Carlson á X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram