fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Bashar segist hafa lesið nær öll ummælin sem skrifuð hafa verið um hann

Fókus
Föstudaginn 8. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bashar Murad sem lenti í 2. sæti í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðinn laugardag er í áhugaverðu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Bashar tapaði einvíginu við Heru Björk Þórhallsdóttur og munaði sáralitlu að hann yrði fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Svíþjóð í maí næstkomandi.

Í viðtalinu er farið um víðan völl og ræðir Murad meðal annars um tilfinningarnar sem fylgdu því að taka þátt í keppninni og vera jafn nálægt sigri og raun bar vitni.

Bashar segir að fjölskylda hans heima í Palestínu, um 40 manns, hafi fylgst spennt með. Var gleðin eðlilega mikil þegar í ljós kom að hann væri annar af tveimur efstu keppendunum. Vonbrigðin leyndu sér þó ekki þegar nafn sigurvegara einvígisins var lesið upp.

„Eftir á voru allir svo miður sín og grátandi. Þetta var of gott til að vera satt, ég var einu skrefi frá því að komast á alþjóðlegt svið, alþjóðlegan vettvang sem er svo valdamikill.“

Í viðtalinu kemur Bashar líka inn á umræðuna í samfélaginu sem hefur verið um hann.

„Ég hef verið svolítið afmennskaður,“ segir hann en Bashar hefur meðal annars verið kallaður hryðjuverkamaður. Segir Bashar að það sé speglun á viðkomandi að nota slíkan merkimiða. „Ég veit hver ég er,“ segir hann.

Umræðan hefur þó ekki farið framhjá honum og í viðtalinu við Heimildina kveðst hann lesa nær allt sem sagt er um hann. „Næstum því. Ég vil vita, ég vil ekki lifa í tálsýn. Vegna þess að þetta orð bergmálshellir er notað mikið á Íslandi. Og ég vil ekki lifa í bergmálshelli. Ég vil vera meðvitaður um allt sem er verið að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“