fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ofurkonan orðin fjögurra barna móðir – Hélt meðgöngunni leyndri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2024 18:30

Gal Gadot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinkonan og leikkonan Gal Gadot eignaðist fjórðu dóttur sína í gær.

„Fallega stelpan mín, velkomin,“ skrifaði hún á Instagram við mynd af sér þar sem hún heldur á nýfæddri dótturinni. „Meðgangan var ekki auðveld og við komumst í gegnum hana.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gal Gadot (@gal_gadot)

Gadot og eiginmaður hennar, Jaron Varsano, giftu sig árið 2008 og áttu fyrir þrjár dætur, tveggja, sex og tólf ára. Gadot hélt meðgöngunni leyndri, en hún segir að nýfædda dóttirin hafi fært þeim mikið ljós og standi hún því vel undir nafninu sem henni hefur verið gefið, Ori, sem þýðir ljós á hebresku.

„Hjörtu okkar eru full af þakklæti. Velkomin í hús stelpnanna, pabbi er líka frekar svalur.“

Ísraelska leikkonan kom hingað til lands í apríl 2023 við tökur á stórmynd Netflix, Heart of Stone, sem á þeim tíma var stærsta erlenda kvikmyndaverkefnið í Reykjavík.

Sjá einnig: Harpa springur í stórmynd Netflix – Sjáðu stikluna!

Gadot er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem Ofurkonan (e. Wonder Woman) í ofurhetjuheimi DC, en hún hefur leikið hlutverkið í sex kvikmyndum frá 2016 til 2023. Þriðja kvikmyndin með Wonder Woman í aðalhlutverki er í bígerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu