Hún heldur því fram að hún hafi eytt tíma með Harry í alræmdu Las Vegas ferðinni árið 2012. Eftir ferðina var nektarmyndum af honum lekið í bresku pressuna og voru myndirnar á forsíðum dagblaða.
Carrie Royale er 52 ára og starfaði áður sem nektardansmær. Hún sagði í samtali við The Sun að hún ætti myndir af prinsinum sem almenningur hefur ekki séð. Hún sagði einnig að ef hún myndi birta þær þá yrði það á OnlyFans-síðu hennar.
„Ég á myndir af honum við sundlaugina og nokkrar af honum alveg nöktum. Fólk mun fá sjokk þegar það sér þær,“ sagði hún.
Royale segir að hún hafi ákveðið að birta aldrei myndirnar en eftir að hafa lesið ævisögu hans Spare hafi henni fundist hann vera „algjör fáviti“ og henni hafi mislíkað hvernig hann hafi talað um þetta villta kvöld.
„Hann sleppti því að minnast á margt sem gerðist þetta kvöld,“ sagði hún.
Harry Bretaprins hefur áður rætt um umrædda ferð í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert árið 2021. Hann sagði að myndirnar hefðu verið teknar nokkrum vikum áður en hann sinnti herþjónustu í Afganistan.
Hann sagði einnig í þættinum að það hafi verið erfitt að vera stanslaust í sviðsljósinu þegar hann var ungur og að læra á lífið.
„Þetta er vinnan, er það ekki? Bara díla við þetta. Halda áfram. Ég var rétt skriðinn yfir tvítugur og var að hugsa: Mig langar ekki að vera hérna. Ég vil ekki gera þetta.““