fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Með því að gera þessa einföldu athöfn getum við haft djúpstæð áhrif á aðra

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingrid, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, segir að einföld athöfn geti haft djúpstæð áhrif á aðra.

Hún er að tala um hrós en í dag er alþjóðlegi hrósdagurinn. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en síðan þá hefur hann náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi en Ingrid hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook-síðunnar Hrós dagsins. Ingrid er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.

„Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum?“

Hún fer yfir ástæður þess í pistli á Vísi.

„1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu

Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans.

2. Hrós eykur hvatningu

Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri.

3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum

Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks.

4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað

Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað.

5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska

Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu.“

Hún nefnir fleiri ástæður, eins og að hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun, hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum, hrós eflir menningu þakklætis og að hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu. Hún fer nánar yfir þessi atriði í pistlinum.

Gerum hrós að daglegri venju

„Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif,“ segir Ingrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka