Eflaust hefur marga dreymt um að fara í trekant einhvern tíma á ævinni en það er ýmislegt sem þarf að gæta að áður en svoleiðs skref er tekið. Emily Morse, kynfræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Sex With Emily, ræddi um trekanta á Instagram-síðu sinni á dögunum en þar fór hún yfir það sem fólk verður að vita áður en það fer í trekant.
„Langar þig að fara í trekant? LESTU ÞETTA FYRST,“ skrifar Emily í Instagram-færslunni sem um ræðir en hún er með rúmlega 419 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. „Þetta er ein af vinsælustu fantasíunum sem til eru,“ segir Emily svo og bætir við að fantasían sé sú vinsælasta hjá öllum kynum.
Emily mælir með að fólk geri nokkra hluti áður en farið er í trekant. „Talið mjög mikið um það og bætið því við í dónalegu samræðurnar í svefnherberginu. Ákveðið svo hvort þið viljið gera það með einhverjum sem þið þekkið eða einhverjum ókunnugum,“ segir hún. „Farið svo á stefnumót með aðilanum til að byrja með,“ bætir hún við og segir að þessi skref hjálpi fólki að eiga góða stund.
Þá er Emily með fjórar reglur fyrir fólk sem vill fara í trekant. Fyrsta reglan er að ræða saman um málið. „Góður trekantur byrjar með góðu sambandi milli tveggja aðila. Ef þú ert í sambandi, talið um þessa fantasíu og hvers vegna hún höfðar til ykkar beggja. Svo þarf líka að hugsa um hvort það sé eitthvað sem þið hafið áhyggjur af,“ segir hún.
Emily mælir með að fólk tali um fantasíuna í langan tíma áður en það ákveður að stíga skrefið. Þá varar hún fólk við að stunda trekant ef það er að gera það til að „laga“ sambandið sitt. Hún segir að mikilvægt sé að tala saman til að ákveða hvað megi og hvað megi ekki.