fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Ég vildi óska þess að hann hefði buffað mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2024 09:00

Helgi Ómarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Helgi var í ofbeldissambandi í átta ár. Það tók hann langan tíma að átta sig á því sem væri að gerast fyrir hann, en ofbeldið var andlegt og vissi hann ekki hvað gaslýsing og narsisissti var á þeim tíma. Með mikilli sjálfsvinnu er hann kominn á þann stað sem hann er í dag og hefur ákveðið að nota sína upplifun til að hjálpa öðrum.

Andlegt ofbeldi er oft lúmskt og getur verið mjög dulið. Á vef Sjúkást má lesa nánar um birtingarmyndir þess.

„Maður er svo hræddur að manni sé ekki trúað,“ segir Helgi í þættinum.

„Þegar maður er undir svona mikilli gaslýsingu og ofbeldi þá ertu að efa hvern einasta bita af hver þú ert, hvað þú segir, hvað þú hugsar. Þú verður algjört grænmeti hvað þetta varðar,“ segir hann.

„Ég vildi óska þess að hann hefði buffað mig. Bara rosalega mikið, því þar kikkar líka inn réttlætið. Þú getur aldrei unnið með svona ofbeldisfólki. Sérstaklega ekki þegar þetta er orð gegn orði, þetta er hræðilegt. Lög og reglur eru ekki með þolendum í liði.“

„Þetta var rosalega hægur dauði“

„Í mínu tilfelli voru fyrstu mánuðirnir algjört bliss. Það voru þokkalega rauð flögg frá fyrsta hitting en ég var 21 árs og hann 23 ára. Maður tók þessu ekki alvarlega,“ segir Helgi og ræðir nánar rauðu flöggin í spilaranum hér að ofan.

„Í grófum dráttum þá var þetta þannig að þú gast aldrei gert neitt rétt […] Gaslýsingin er náttúrulega ótrúlega lúmsk. Ég gef honum alveg credit fyrir það, hann er rosalega góður ofbeldismaður. Þetta var rosalega hægur dauði. Það gerir mig líka pínu hræddan, þetta er eins og eldast. Þú sérð ekki allt í einu hrukkur mæta. Þetta er oft kallað í ofbeldisumræðu: Death by a thousand papercuts.“

Klippan hér að ofan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á öllum helstu streymisveitum.

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Smelltu hér til að sjá hvar þú getur leitað hjálpar ef einhver er að beita þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Hide picture