Á vef Eurovisionworld.com má sjá samantekt á sigurlíkum frá hinum ýmsu veðbönkum. Eins og staðan er í dag eru líkurnar á að Ísland vinni metnar 7% og eru aðeins Bretland (8%) og Úkraína (10%) fyrir ofan okkur.
Ísland hefur rokið upp í veðbönkum síðastliðinn sólarhring en líklegt má teljast að það tengist því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Eurovision hér á landi. Ekki liggur fyrir hvaða aðrir flytjendur keppa í Söngvakeppninni en það verður opinberað á laugardag.
Mjög hefur verið þrýst á að Ísland verði ekki með í keppninni í vor vegna þátttöku Ísraels í keppninni. RÚV tilkynnti í vikunni að Söngvakeppnin yrði aftengd Eurovision-söngvakeppninni og var ekki útilokað að sigurvegari keppninnar færi ekki til Malmö í maí þar sem keppnin fer fram.