Á hverju ári tekur Blush saman lista yfir vinsælustu vörur ársins en listinn hefur verið gríðarlega vinsæll og hjálplegur fyrir fólk sem er að leita að sínu drauma kynlífstæki.
Hér má finna topp 10 listann yfir þau kynlífstæki sem voru vinsælust meðal Íslendinga árið 2023.
Inn á Blush.is er hægt að vinsældarlista eftir flokkum, vörur fyrir píkur, typpi, rass og aðrar vinsælar vörur.
Desire G-spot trónir enn á topnum enda eitt mest selda tækið í Blush. Um er að ræða einstaklega mjúkan og sveigjanlegan titrara sem er hugsaður til að örva snípinn eða inni í leggöngum. Fullkomið tæki fyrir þau sem vilja nettan titrara til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Tækið hefur Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingar.
Uberlube er eitt allra vinsælasta sleipiefni landsins en um er að ræða eitt hreinasta sleipiefnið á markaðnum. Uberlube er hágæða sleipiefni sem er frábær viðbót í kynlífið, munnmökin eða sjálfsfróunina. Sleipiefnið hefur aðeins fjögur innihaldsefni, er silkimjúkt, ertir ekki húðina og klístrast ekki.
Örvandi olían, Stimulating Orgasm Oil, sem sló í gegn á árinu og skaut sér í þriðja sæti á vinsældarlistann. Um er að ræða náttúrulega örvandi olíu sem inniheldur meðal annars hamp olíu. Olían eykur blóðflæði í snípinn og gerir hann næmari fyrir snertingu auk þess að ýta undir náttúrulega rakamyndun. Hentar einstaklega vel fyrir þau sem upplifa þurrk og óþægindi tengd því. Einnig getur olían ýtt undir og aukið kynlöngun. Olíuna má einnig nota sem sleipiefni.
Winni parahringurinn er fyrirferðalítill og hugsaður til að nota með eða án maka. Hringurinn auðveldar þeim sem eru með typpi að halda stinningu og getur veitt dýpri fullnægingu. Hægt er að setja hringinn innst á typpið í kynlífi með maka þar sem hinn endinn á tækinu leggst á og örvar snípinn. Winni er líka hægt að nota sem fingratitrara eða nota sem egg.
Boxið sem rauk út á Konudaginn 2023! Píkudekurs boxið var sett saman í tilefni Unaðsviku Blush í febrúar, en vegna mikilla vinsælda fór boxið í almenna sölu. Boxið samanstendur af eggi, sílikon sleipiefni, örvandi olíu fyrir sníp og spilinu Forleik. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur boxið allt sem þarf fyrir unaðslegt píkudekur en frekari uppskrift og góða punkta má finna hér.
Cheeky er einstkalega mjúkt og sveigjanlegt tæki sem hugsað er til örvunar í endaþarmi. Tækið er nett og hentar vel byrjendum ásamt því að vera fullkomið fyrir þau sem vilja djúpan titring í endaþarm. Cheeky kemur með fjarstýringu sem gerir stjórnun á tækinu mun auðveldari, en einnig er hægt að nota tækið sem bullet titrara.
Vibrating Handjob Stroker er lítil og nett opin múffa með titring. Múffan hentar öllum typpum hvort sem þau eru í stinningu eða ekki. Mjög nett og fellur vel í hendi auk þess að vera með sveigjanlega arma sem grípa vel utan um typpið. Innan í múffunni er rifflað mynstur sem eykur örvunina. Múffan er skemmtileg viðbót hvort sem er í sjálfsfróun eða í forleik með maka.
Einstök formúla sem er framleidd fyrir Blush. Um er að ræða hágæða vatnssleipiefni sem hentar í sjálfsfróun eða kynlífi, með eða án kynlífstækja. Það er silkimjúkt viðkomu, klístrast ekki og auðvelt að þrífa af með vatni. Sleipiefnið kemur með pumpu sem skammtar mátulegu magni. Hægt er að læsa pumpunni svo einfalt er að taka það með sér hvert sem er. Hentar með öllum kynlífstækjum og einnig með öllum tegundum smokka.
Flirt eggið er fullkomið fyrir þau sem vilja nett egg til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Flirt er fyrirferðalítið egg sem er hugsað til að örva snípinn. Tækið er einstaklega hljóðlátt og hentar fullkomlega í sjálfsfróun eða í kynlífi. Tækið hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna. Flirt hefur Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingu.
Forleikur er spil á íslensku sem er hugsað fyrir öll pör sem vilja opna umræðuna um kynlíf í sínu sambandi. Spilið er fjörug og skemmtileg leið til að kynnast betur og auka kynferðislega spennu. Spilið gengur ekki út á það að einn aðilinn sigri, heldur er markmiðið að pör styrki tengslin sín á milli með samskiptum og ýmiskonar æfingum.