fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Telja leikarann hafa tekið of stóran skammt

Fókus
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 12:15

Shannen Doherty og David Gail í hlutverkum sínum í Beverly Hills 90210 á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn David Gail er talinn hafa látist eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Gail fannst látinn um helgina 58 ára að aldri.

Sjá einnig: Beverly Hills-leikari látinn

TMZ greinir frá því að lögreglu gruni að of stór skammtur af einhvers konar eiturlyfjum hafi dregið leikarann til dauða. Rannsókn stendur enn yfir og mun dánardómstjóri gefa út formlega dánarorsök þegar henni er lokið.

Gail er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Port Charles, Beverly Hills 90210 og Savannah.

David lék Dr. Joe Scanlon í rúmlega 200 þáttum af Port Charles sem voru einskonar hliðarþættir (e. spin-off) af hinum vinsælu General Hospital. Þá lék hann kærasta Brendu Walsh, sem leikin var af Shannen Doherty, í þáttunum Beverly Hills 90210.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt