Bandaríski leikarinn David Gail, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Port Charles, Beverly Hills 90210 og Savannah, er látinn 58 ára að aldri.
Ekki liggur fyrir hvað dró David til dauða en systir hans tilkynnti andlátið á Instagram-síðu sinni um helgina.
David lék Dr. Joe Scanlon í rúmlega 200 þáttum af Port Charles sem voru einskonar hliðarþættir (e. spin-off) af hinum vinsælu General Hospital. Þá lék hann kærasta Brendu Walsh, sem leikin var af Shannen Doherty, í þáttunum Beverly Hills 90210.