fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Opinberar loksins ástæðu skilnaðarins sem hneykslaði heiminn

Fókus
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 10:29

Joe og Sofia voru eitt glæsilegasta par Hollywood. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Sofia Vergara staðfestir orðróminn um skilnað hennar og leikarans Joe Manganiello.

Það kom aðdáendum verulega á óvart þegar Sofia og Joe tilkynntu um hjónaskilnað í júlí 2023.

Þau voru eitt heitasta og dáðasta par Hollywood. Þau byrjuðu saman árið 2014 og giftust ári síðar. Fljótlega greindu fjölmiðlar frá því að það hafi verið Joe sem sótti um skilnaðinn frá Sofiu.

Einkasonurinn: Sofia átti fyrir soninn Manolo Gonzalez Vergara með fyrri eiginmanni sínum.

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um ástæðu skilnaðarins en sá orðrómur hefur verið á kreiki um að ósætti um barneignir hafi verið orsökin.

Sofia staðfesti að það væri rétt, að Joe hafi viljað barn en ekki hún. Leikkonan er 51 árs og vill ekki vera gömul mamma. Hún sagði í viðtali við El País að hún væri búin með þann kafla í lífinu að vera mamma og hún sé frekar tilbúin að verða amma, en sonur hennar er 32 ára.

„Hjónabandið slitnaði því eiginmaður minn var yngri en ég. Hann vill eignast börn og ég vil ekki verða gömul mamma. Mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart barninu,“ sagði hún.

Joe er 47 ára og er nú í sambandi með leikkonunni Caitlin O‘Connor, 34 ára.

Joe og Caitlin O’Connor. Mynd/Getty

„Ég er næstum því komin á breytingaskeiðið, það er náttúrulega ferlið. Þegar sonur minn verður pabbi þá getur hann komin með barnið til mín í smá tíma og svo skila ég honum því og held áfram með mitt líf. Það er það sem ég verð að gera,“ segir hún.

Sofia sagði að hún væri opin fyrir ástinni, á meðan sá aðili er búinn með barneignir eins og hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram