Grínistinn Natasha Leggero kom áhorfendum heldur betur í opna skjöldu þegar hún steig á svið og fór úr að ofan.
„Ef strákar mega þetta, af hverju ekki stelpur líka?“ sagði hún á The Hollywood Improv í Los Angeles í síðustu viku. Fleiri þekkt nöfn komu fram á sýningunni, eins og David Spade og Tiffany Haddish.
Á undan henni hafði grínistinn Bert Kreischer flutt uppistandið sitt ber að ofan á sviðinu.
Atriðið vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem hlógu og klöppuðu við athæfi Leggero.
The crowd & @bertkreischer react as @natashaleggero ditches her shirt at The Hollywood Improv 👍🏽😂
“If the boys can do it, why can’t the girls?” pic.twitter.com/z2bnkHp6OK— The JRE Companion (@TheJRECompanion) January 22, 2024