fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ragga varð fyrir hrottalegri líkamsárás: „Ég sneri við og hugsaði: „Ég get ekki skilið hana eftir““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. janúar 2024 20:00

Ragga Holm er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Ragga hefur komið víða við og er hvað þekktust fyrir sjarmerandi persónuleika sinn í útvarpinu, áður á KissFM en nú á K100, og tónlistarhæfileika, en hún hefur bæði getið sér gott orð sem sólólistamaður og sem meðlimur vinsælu rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Í dag starfar Ragga við kennslu og sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar auk þess að snúa skífum um helgar. Ragga hefur gengið í gegnum margar þolraunir í lífinu en í hennar huga er það ekki eitthvað sem heldur aftur af henni heldur eitthvað sem hún nýtir sér til góðs.

Hún varð fyrir hrottalegri líkamsárás í byrjun árs 2015 og segir umrætt atvik hafa verið eins konar vendipunkt í hennar lífi. Hún ákvað að fara í áfengismeðferð og snúa blaðinu við.

„Þetta var bara dæmi um það að vera á röngum tíma, á röngum stað, í vitlausu húsi,“ segir Ragga í Fókus.

Ragga Holm er gestur vikunnar í Fókus.

„Eins og svo oft, þá var ég að hugsa um hagsmuni annarra þegar ég varð fyrir þessari líkamsárás og taldi mig á þeim tíma hafa komið mér í þessar aðstæður, þetta hefði ekki þurft að gerast.“

Ragga segir að hún hafi talið sig vera að hjálpa konu sem hún þekkti úr skelfilegum aðstæðum, þáverandi kærasti konunnar brást illa við og réðst á Röggu og sparkaði í hana á meðan hún lá. Ragga vill ekki fara út í of mikil smáatriði en segir að ástæðan fyrir því að þetta atvik hafi verið vendipunktur þegar kom að því að fara í meðferð, var að þetta umrædda kvöld hafi hún verið nýkomin af djamminu og drukkin.

„Í grófum dráttum þá heyrði ég átök inni á heimili sem ég var nýfarin út af, heyrði átök, sneri við og hugsaði: „Ég get ekki skilið hana eftir.“ Ég braut rúðu, hann kom fram, brjálaðist og réðst á mig,“ segir hún.

T.v: Janúar 2015, eftir árásina. – T.h: Janúar 2016.

Ragga segir að þegar hún vaknaði daginn eftir hafi hún lofað sjálfri sér að lenda aldrei aftur í svona aðstæðum þar sem hún gæti ekki varið sig.

Of hrædd til að bera vitni

„Það sem er svo ógeðslega erfitt með þetta mál er að það var fellt niður tvisvar sinnum. Það ristir svo djúpt gremjan gagnvart því að þetta hafi ekki verið klárað í réttarkerfinu. Hún [kærasta árásarmannsins] var svo hrædd að hún þorði ekki að bera vitni gegn honum,“ segir Ragga.

„Ég fékk hjálp, fór í rosa góða áfallameðferð. Næstum því of seint, ég gerði það hálfu ári eftir árásina, en ég ætlaði fyrst að gera þetta ein. En svo fann ég að ég var ekki að höndla það, til dæmis að mæta honum úti á götu. Ég var hrædd. En mér er svo nákvæmlega sama í dag, því ég veit hver ég er og hvurslags manneskja hann er.“

Ragga segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á Spotify og Apple Podcasts.

Fylgstu með Röggu Holm á Instagram og hlustaðu á plötuna hennar, Bipolar, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Hide picture