Að vera þrjú saman í sambandi er ekki beint algengt þannig þegar Alana, Megan og Kevin opnuðu sig um þeirra samband á samfélagsmiðlum vakti það mikla athygli. Þau veita innsýn í daglegt líf þeirra, sem mörgum þykir afar óhefðbundið.
@campthrouple Only one thumbs down today 👎🏼😂 (disclaimer: See’s Candies does not have chocolate pickles) #throuple #polyamory #fyp #foryourpage #throuplelove #vlog #dayinmylife #campthrouple ♬ Good Vibes (Instrumental) – Ellen Once Again
Alana og Kevin voru fyrst saman en fyrir þremur árum ákváðu þau að bjóða þriðja aðila, Megan, í sambandið.
Þremenningarnir opnuðu sig um öll þeirra helstu vandamál í nýju myndbandi á TikTok. Eitt þeirra er lítið pláss, en þau sofa öll saman í sama rúminu. Það er líka oft erfitt að vera sammála um hvað þau eigi að horfa á.
„Það er erfitt að velja hvað við eigum að horfa á eða borða,“ segir Megan.
Það er líka oft erfitt þegar einu þeirra er boðið á viðburð og fær að taka með maka, einn maka eins og venjan er. Þá er alltaf einn út undan.
@campthrouple Hey campers! ⛺️ We have gotten this question a lot so we thought we’d make a video answer! #throuple #throuplegoals #throuplelove #jealousy #fyp #foryoupage ♬ Love You So – The King Khan & BBQ Show
Þau segja að þrátt fyrir að vera í hamingjusömu sambandi geti afbrýðisemi stundum komið upp.
Eitt af þeim verður þá afbrýðisamt út í hin tvö. Megan segir að þegar það gerist sé best að tala um hvernig þér líður og hinir passa að sýna þeim aðila nóg af ást og umhyggju.
Þremenningarnir njóta mikilla vinsælda á TikTok með yfir 255 þúsund fylgjendur.