fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Íslandsvinkona segist stunda besta kynlíf lífs síns á áttræðisaldri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 15:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jane Seymour sem er orðin 72 ára segir aldurinn bara vera tölu og segist hún stunda ástríðufyllsta kynlíf lífs síns með kærastanum John Zambetti.

Seymour opnar sig um kynlífið í pistli í vefútgáfu Cosmopolitan, Sex After 60 (Kynlíf eftir sextugt).

„Kynlífið núna er yndislegra og ástríðufyllra en nokkuð sem ég man eftir því kynlífið er byggt á trausti, ást og reynslu,“ skrifar Seymour. „Ég þekki nú sjálfa mig og líkama minn, og John hefur upplifað sína eigin reynslu í lífi sínu, það er ekki eins og þegar þú ert yngri. Ég geri ráð fyrir að margir af yngri kynslóðinni hitti einhvern, sofi saman og tali svo saman: „Hæ, hvernig hefur þú það?

Því eldri sem ég verð, því meira byggist kynlíf á tilfinningalegri nánd, á því að hafa deilt gleði og sorg lífsins með einhverjum, tilfinningum okkar, gleði, sorg, gagnkvæmum ástríðum og löngun.“

Zeymour og Zambetti

Seymour varð heimsþekkt sem Bond-stúlka í kvikmyndinni Live and Let Die“ árið 1973 og hefur leikið allar götur síðan, nú síðast aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Harry Wild, sem tvær þáttaraðir eru komnar af. Leikkonan heimsótti Ísland síðasta sumar og dásamaði land og þjóð.

Sjá einnig: Stórstjarna á Íslandi – Jane Seymour alsæl með kyrrð og fegurð landsins

Seymour segir að sú fullyrðing að fólk hætti að stunda kynlíf þegar það eldist eigi ekki við nein rök að styðjast. „Kynlífið þarf ekki að hætta þegar þú ert orðinn 60 ára. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir að leita að einhverju sem fær blóðið til að renna á ákveðið svæði. Þegar maður finnur það þá er maður sko hamingjusamur,“ skrifar hún mjög hæversklega. 

Seymour grínast jafnframt með að bónusinn við að stunda kynlíf á efri árum sé að konan getur ekki orðið ófrísk.

„Mér finnst sannarlega kynlíf og nánd vera betra á mínum aldri en það var áður. Ég meina það. Og ég þurfti að vera einhleyp eftir hjónaböndin mín  til að komast að því að rómantík og kynlíf á alltaf við.“

Seymour hefur verið gift fjórum sinnum og á fjögur börn. Seymour var gift Michael Attenborough 1971-1973, Geoffrey Planer 1977-1978, David Flynn 1981-1992 og James Keach 1993-2015. Hún á börnin Katherine og Sean með Flynn og tvíburana Kristopher og John með Keach. Í október 2023 opinberuðu hún og Zambetti samband sitt með því að deila myndum í færslu á Instagram. „Ég hef aldrei verið ánægðari,“ skrifaði Seymour í færsluna.

Í pistlinum fyrir Cosmopolitan viðurkennir Seymour að hún týni oft sjálfri sér í samböndum sínum, þess vegna passi hún núna upp á að lifa fyrir sjálfa sig í núverandi sambandi. Segist hún hafa verið svo upptekin af að lifa lífinu fyrir sjálfa sig að fyrst þegar hún hitti Zambetti hafi hún engan áhuga haft á honum.

„Hann er yndislegur og mjög greindur, og sýnir mér mikinn stuðning. Allir sem ég þekki elska hann. Það dýrka hann allir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram