Breski áhrifavaldurinn Emi Gibson er stödd hér á landi og hefur verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlum. Hún hefur birt nokkur myndbönd frá Íslandi á TikTok, sem hafa flest vakið þó nokkra athygli.
Ferðin hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig. Gibson tók vitlausa ferðatösku á flugvellinum og var aðeins með háhælaða skó til að fara í fjallgöngu. Innan við klukkustund eftir að hún kom til landsins byrjaði að gjósa og síðan fékk hún vægt áfall yfir verðlaginu á Íslandi.
Þegar hún var nýkomin til landsins gaf hún þeim sem eru að spá að ferðast til landsins ráð.
„Seldu vinstra nýrað þitt,“ sagði hún. „Seldu þau bæði, hjartað þitt og sál þína. Bara allt saman áður en þú kemur.“
Hún fór síðan yfir það sem hún hefur borgað fyrir hina ýmsu hluti. Hún gaf upp verð í pundum en því hefur verið breytt í krónur.
„[17.400 krónur] fyrir strætómiða, [697 krónur] til að nota klósettið, [1220 krónur] fyrir vatnsflösku, [2900 krónur] fyrir Pringles, [6100 krónur] fyrir kjúklingabringu í matvöruverslun.“
@4emiz♬ original sound – emi *ੈ✩‧₊˚
Það er óhætt að segja að hún mun ekki gleyma þessari ferð í bráð.
@4emiz♬ original sound – emi *ੈ✩‧₊˚