fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Friðrik byrjaði á því að stuðla að sáttum

Fókus
Mánudaginn 15. janúar 2024 17:30

Friðrik þegar hann var enn krónprins Mynd / Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var um dýrðir í gær í Danmörku þegar Friðrik X konungur tók við dönsku krúnunni af móður sinni Margréti II drottningu. Friðrik lét það vera eitt sitt vera fyrsta verk sem konungur að stuðla að sáttum í konungsfjölskyldunni með því að hafa yngri bróður sinn, Jóakim prins, og móður sína með þegar hann gegndi skyldustörfum í fyrsta sinn sem konungur. Kastast hafði í kekki milli Jóakims og Margrétar eftir að hún svipti, haustið 2022, börnin hans fjögur öllum konunglegum titlum en Jóakim fór ekki í grafgötur með að hann væri ósáttur með það og sagði að þetta tiltæki Margrétar hefði skaðað fjölskyldu hans.

Daily Mail greinir frá þessu í dag.

Þegar börnin hans voru svipt titlunum lét Jóakim þess einnig getið að samband sitt og eiginkonu hans Maríu prinsessu ( fr. Marie) við Friðrik og eiginkonu hans sem einnig ber nafnið María (e. Mary) væri flókið.

Allt virðist fallið í ljúfa löð

Vel fór hins vegar á með bræðrunum þegar Friðrik konungur og María drottning gegndu sínum fyrstu skyldustörfum, eftir krúnuskiptin í gær, í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Voru konungshjónin viðstödd sérstakan þingfund í tilefni valdaskiptanna þar sem meðal annars stúlknakór söng ættjarðarljóðið Danmark mit fædreland ( Danmörk föðurland mitt) eftir H.C. Andersen. Margrét drottning var einnig viðstödd og stóð Jóakim hnarreistur við hlið hennar eftir að þau heilsuðust með virktum. Jóakim mun einnig hafa verið viðstaddur þegar bróðir hans tók við krúnunni í gær.

Börn Jóakims bera, eftir sviptingu konunglegra titla, greifatitla. Dóttir hans er titluð greifynja en synirnir þrír eru titlaðir greifar. Þau eru ekki lengur ávörpuð „yðar konunglega tign.“

Þegar þessi breyting var gerð, haustið 2022, gagnrýndi Jóakim það opinberlega. Drottningin sagði þetta hins vegar gott fyrir framtíð barnanna. Þau gætu mótað sína eigin framtíð án þess að vera um of bundin af þeim skyldum sem fylgi því að bera konunglega titla. Jóakim vildi hins vegar meina að þessi ákvörðun hefði skaðað börnin. Hann sagði nokkru síðar að skort hefði talsvert á samskipti innan fjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar.

Hvorki eiginkona né börn Jóakims voru viðstödd í dag þegar Friðrik og María hófu formlega skyldustörf sín sem konungur og drottning. Þau voru heldur ekki viðstödd krúnuskiptin í gær. Elsti sonur hans Nikolai birti hins vegar myndir af sér ásamt ömmu sinni, Margréti, og föðurbróður sínum Friðriki á samfélagsmiðlum. Hann sagðist einnig vera að gæða sér á dönskum mat. Nikolai stundar nú nám í Ástralíu en er í fríi á indónesísku eyjunni Balí.

Eftir að hafa verið þátttakandi í skyldustörfum bróður síns fyrr í dag hélt Jóakim aftur til Bandaríkjanna en þar gegnir hann stöðu hermálafulltrúa í danska sendiráðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone