fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Trump tók utan um mittið á mér og sagði „Svona á Miss Universe að líta út””

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 16:00

Manuela Ósk Harðardóttir Mynd: Instagram @manuelaosk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk athafnakona er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Einmitt. Í dag er Manuela eigandi Ungfrú Ísland keppninnar sem er forkeppni fyrir Miss Universe og hafa keppnirnar verið að þróast síðustu ár. Heilmiklar breytingar hafa orðið á reglum keppninar sem bæði gera hana nútímalegri og aðgengilegri.

Einar og Manuela ræða þá þróun og breytingar. Í dag hafa efri aldurstakmörk verið afnumin í keppninni, stúlkurnar mega eiga börn og þá er keppnin opin fyrir trans konum og í dag minnir fátt á þá ströngu staðla sem áður einkenndu inntökuskilyrðin. Manuela fagnar þessum breytingum og segir þær gera bæði forkeppnina og Miss Universe keppnina betri.

„Tók utan um mittið á mér og sagði “Svona á Miss Universe að líta út”“

Talið berst vitaskuld að því þegar hún fór sjálf erlendis á vegum Ungfrú Ísland í keppnina Miss Universe. Hún veiktist illa í miðjum undirbúningnum og gat ekki klárað keppnina. “Ég var búin með dómaraviðtalið og mér var sagt að mér hefði gengið mjög vel með það. Það er sá þáttur sem vegur hvað mest. Mér var sagt að ég hefði verið í kringum 15 sætið eftir það. Eftir á að hyggja hefði ég ekkert endilega viljað vita það,“ segir Manuela og hlær. 

„Ég var svo á æfingu fyrir aðalkvöldið þá er ég eitthvað að labba á milli svæða og þá gekk ég fram á Donald Trump sem var þá eigandi keppninar. Hann tók utan um mittið á mér, eins ósmekklegt og það kannski var, og sagði við mig: “Svona á Miss Universe að líta út”

Sjá einnig: Manuela Ósk opnar sig um veikindin: „Svo er allt í einu öllu kippt undan manni og maður hefur enga stjórn“

Veikindi Manuelu breyttu innri kröfum keppninnar

Síðan veiktist Manuela, fékk matareitrun og var frá í sex daga og missti af keppninni sjálfri. “Síðan þegar ég kom aftur í Miss Universe keppnina einhverjum árum seinna, þá sem einn umboðsaðili keppninar úti í heimi, þá þekktu mig allir sem var aðeins skrítið en þá kom í ljós að það var vegna þess að veikindin mín þarna árið 2002 höfðu orðið til þess að frá þeirri keppni voru alltaf enskumælandi heilbrigðisstarfsmenn til staðar í kringum allar keppnis Miss Universe.” Þannig má segja að veikindi Manuelu og atburðarásin í kjölfarið hafi orðið til þess að breyta inni kröfum og ferlum keppninnar.

Í þættinum sem er næstum 90 mínútur á lengd fara Einar og Manuela um víðan völl og snerta á mörgum þáttum í lífi Manuelu.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“